Morgunn - 01.06.1973, Side 40
38
MORGUNN
áhrifum fullnægjandi, að hann er innvígður í leyndardóma,
siði þá og aðferðir, sem töfralæknar einir þekkja.
Meðal frumstæðra þjóðflokka í Asíu og til dæmis i Mexíkó
kallast maður sá, sem gegnir hhðstæðu hlutverki við starf
töfralækna Afríku shaman, sem þýðir eiginlega „hinn vitri“
eða með öðrum orðum vitringur. Þannig hefur vitringur hinna
fmmstæðu Mixtecan-Indíána í Suður-Mexikó sýnt athyglis-
verða skyggnihæfileika eftir að hafa neytt svokallaðra „helgra“
sveppa. Fyrir um fimmtán árum staðfesti visindalegur leiðang-
ur til Mexíkó ofsjónar-eiginleika sjö sveppategunda. Leiðang-
ursmenn voru prófessor Roger Heim, einn af kunnustu sveppa-
sérfræðingum heimsins, Guy Stresser-Pean, franskur mann-
fræðingur, R. Gordon Wasson, bankastjóri frá New York og
kona hans dr. Valentina P. Wasson, sem er kunnur visinda-
maður.
Þau tóku eftir því, að er vitringurinn hafði tuggið sveppi, þá
gat hann oft um heilsufar, ástand og athafnir fjarstaddra þorps-
búa. Sjálf fengu Wassons-hjónin lýsingu á athöfnnm og hugar-
ástandi sonar síns, Péturs, sem þá var staddur í mörg þúsund
mílna fjarlægð heima í Bandaríkjunum. Enda þótt þau legðu
litla trú á þetta, er það gerðist, þá kom í ljós, þegar þau komu
aftur til Bandaríkjanna, að allt hafði það verið sannleikanum
samkvæmt, sem vitringurinn sagði, og gátu þau staðfest upp-
lýsingar hans i hverju smáatriði.
Mun Morgunn slðar gera ferðalag þessara hjóna til Mexíkó
að umræðuefni.
Ég vil aðeins ljúka máli mínu að þessu sinni með því að
benda á það, að dularsálfræðingar telja núorðið, að yfirskil-
vitlegir kraftar eða öfl hafi verið algeng með manninum í
fymdinni og verið beitt í lífsbaráttunni, en hafi svo glatazt
með framþróuninni. Sálrænir hæfileikar kunna ennþá að leyn-
ast í heilum svokallaðra siðmenntaðra marnia. Spumingin er
þess vegna, hvort hægt sé með þjálfun og æfingu að endur-
vekja þessi merkilegu öfl og beita þeim í þágu vísindanna
mannkyninu til blessunar.