Morgunn - 01.06.1973, Side 49
VIÐTÖL VIÐ JOAN REID
47
Hún er nýfarin heim, eftir langa og stranga dvöl hér. Les-
endur kannast sumir við hana frá fyrri heimsóknum hennar
hingað. Áður en hún fór, sagði hún m.a. þetta:
— Ég er húin að vera hér í rúma tvo mánuði. Var mér boð-
ið hingað á vegum Sálarrannsóknafélags Islands og jafnframt
á ráðstefnu hjá Rannsóknastofnun Vitundarinnar, sem haldin
var í vor, og kynntist ég þar mörgu ágætis fólki; hafði gagn
og gaman af.
Hér beið mín fjöldi sjúklinga, eða um 400 manns. Gat ég
komizt yfir að hjálpa um helmingi þeirra.
Ég hef áður sagt, að Guðmundur Einarsson í Sálarrann-
sóknafélaginu, komst í samband við mig, er annar miðill fór
yfir eða dó, og hingað átti ég að fara. Þetta er þá mitt verkefni
og verður, og þarf ég að leysa það. Heima í Englandi vinn ég
ekki mikið að þessum máliun, því að starf mitt er annars stað-
ar. Ég leiðbeini fólki til sannleikans og hef fengið fyrirmæli
um að gefa rétt svör.
Ég hef kynnzt fólki með lækningahæfileika og beint því inn
á réttar brautir starfsins. Starfar þegar margt þess.
— Hafið þér lesið mikið um Edgar Cayce i Bandaríkjunum?
— Ég hafði heyrt hans getið, en ekkert lesið. Það eru svo
margar bækur á boðstólum og misjafnar, en tími minn naum-
ur. Á ráðstefnunni, sem haldin var hér, kynntist ég banda-
rískum skurðlækni, sem sagði mér, að faðir sinn hefði rann-
sakað starf Cayces. Kvað hann starf mitt ríkjast mjög starfi
Cayces. Ég fór að athuga Cayce nánar, og verð að segja, að
mér finnst hann mjög athyglisverður.
— Þér ráðleggið fólki bætiefni og mataræði, sem því er
hollt að hafa. Hvemig vitið þér hvað hæfir hverjum?
— Ég hef áður skýrt frá því, að ég starfaði með dr. Steab-
ben í mörg ár og af honum nam ég ýmislegt, en sjálf get ég
greint, hvað forðast ber og hvað hollt er. Þessar upplýsingar
fæ ég að handan.
Ég kann ráð við ýmsum kvillum sjálf, en ef þeir eru ókenni-
legir (kvillarnir), fæ ég ráð frá öðrum heimi.
Ég nefni aðeins eitt dæmi, hann Öskar litla, sem ég hjálp-