Morgunn - 01.06.1973, Page 50
48
MORGUNN
aði er ég var hér í vetur, en hann hafði slasazt. Hann er alveg
að ná sér, hefur staðið sig vel í skólanum og eru foreldrar hans
og hann mjög ánægð og þakklát forsjóninni fyrir.
f sambandi við starf frú Reed sneri ég mér til nokkurra sjúkl-
inga, sem hún hafði annazt, og sögðu þeir það, sem hér fer
á eftir.
Jónína sagði:
— Re hafði verið mjög veik, og tjáðu læknar mér, að ép
.uyndi þurfa uppskurð við ristli og brisi, vegna ólæknandi
sjúkdóms.
Ég átti að mæta í lokamyndatöku á spítala á föstudag, en
síðan átti að skera mig á mánudegi.
Fyrir myndatökuna á föstudeginum fekk ég tíma hjá frú
Reid, sem læknaði mig. Ég fór í myndatökuna á eftir á tilsett-
um tíma, og er læknirinn skoðaði útkomuna á myndunum,
heyrði ég hann tauta: „Það er horfið — það er horfið.“
Hann sagði mér síðan að koma aftur klukkan ellefu til að fá
svar um útkomuna, og það gerði ég. Þá sagði hann: „Þetta er
farið, og kemur ekki aftur.“
Mér finnst óþarfi að vefengja að þetta séu hennar verk. Þurfa
þeir, sem ofar moldu eru, ekki að móðgast neitt við það.
Bergur sagði:
— Ég hafði verið með höfuðkvalir í 3—4 ár. Fyrir einu og
hálfu ári lá ég i Landspítalanum vegna þessara veikinda, en
þar fundu þeir ekki neitt. 1971 fór ég til brezka miðilsins Joan
Reid og fekk meðferð hjá henni. Eftir að þetta skeði hef ég
fengið injög mikinn bata, og aldrei verið frá vinnu vegna höf-
uðverkja.
Sigríður sagði:
— Ég hef aldrei fengizt neitt við mál af þessu tagi, en leit-