Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 51
VIÐTÖL VIÐ JOAN REID
49
aði mér lækninga hjá frú Reid fyrir orð móður minnar. Heilsu
minni var svo komið, að ég var lögzt í rúmið með liðagigt, og
gat ekkert starfað. Hún var í höndum, fótum og víðar, og gáfu
læknar mínir mér ekki vonir um, að þetta lagaðist um árabil.
Þetta var mjög bagalegt fyrir mig, vegna þess að ég er með
fjögur böm og stórt heimili. Ég vissi sem sagt ekki, að mér
myndi batna, er ég leitaði á náðir hennar. Mér fannst það til-
raunarinnar vert.
Auðvitað var ég bjá mínum læknum áfram, og hélt áfram
að taka þeirra lyf. En Reid gaf mér mörg góð ráð, og þ. á. m.
það, að hugsa til sín, ef ég þyrfti á hjálp að halda. Þetta gerði
ég, og fann að það hjálpaði mikið. Eftir tvo mánuði breyttist
heilsufar mitt svo, að mér snarbatnaði. Ég fór til hennar í des-
ember, er hún var hér síðast. I vor var ég orðin góð. Ég er þess
fullviss, að hennar góðu ráð eiga ekki hvað minnstan þátt í
mínum bata.
Lilja sagði:
— Ég brotnaði illa fyrir fimm og hálfu ári. Núna bíð ég
eftir spítalaplássi. Ég hef aldrei sleppt hækjunum siðan ég
varð fyrir óhappinu, og var brotin á sál og líkama. Til frú Reid
komst ég, og hún gaf mér þrek og von til að halda áfram að
ganga í gegnum það, sem ég þarf til að ná heilsu. Frú Reid er
dásamleg kona, sem ég vona, að komi aftur.
Unnur sagði:
— Frú Reid notaði chiropataaðferð við mig. Við þessa með-
ferð lagaðist blóðrásin, sem teppt hafði verið á fimm stöðum
vegna áverka, sem ég hlaut við byltu. Ég hafði verið í nuddi
og bylgjum, en ekki haft gagn af, því ég gat ekki sótt þær lækn-
ingar nema svo stutt.
Mánuðum saman hafði ég verið með höfuðverk, en við með-
ferð frú Reid birti mjög í kringum mig, og er ég miklu betri,
þótt ekki sé ég algóð.
4