Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 54
ÓLAFUR SIGURÐSSON FRÁ HELLULANDI:
ALTARISTAFLAN
Frásögn sú, sem hér fer á eftir birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðsins 17.
janúar 1960. Þá kom hún einnig í bókinni Leitið og þér munuð finna, sem
Skuggsjá gaf út 1965 í tilefni af fimmtugsafmæli Hafsteins Bjömssonar
miðils. Ritstjóra Morguns þótti frásögn þessi svo athyglisverð, að hann fór
þess á leit við Hafstein að hún mætti einnig geymast í Morgni. Veitti hann
til þess ljúflegt samþykki sitt.
Það er upphaf þessarar sögu, að á árunum 1924—25 var
reist ný kirkja að Ríp í Hegranesi. Kirkja þessi er úr steini og
átti að taka mjög fram gömlu sóknarkirkjunni. Fannst þvi kon-
unum í sókninni nauðsynlegt að fá í hina nýju kirkju fagra og
vandaða altaristöflu, er henni hæfði, því gamla trétaflan var
farin að láta á sjá, enda hafði hún verið máluð árið 1777.
Konumar hófust nú handa um fjáröflun. Þær efndu til
skemmtisamkomu og þær leituðu samskota. Tókst þeim á þenn-
an hátt að safna um 300 kr. Peningana sendu þær svo Ólafi
lækni Gunnarssyni í Reykjavík, en hann var gamall Hegranes-
búi. Fylgdi þar bréf og báðu þær hann að fara fyrir sig til ein-
hvers málara og fá málaða altaristöflu, og skyldi myndin á
töflunni vera af „Skírninni“.
Ólafur læknir brást vel við þessari málaleitan og fór þegar til
Kjarvals vinar síns og bað hann að mála þessa mynd, að ósk
kvennanna í Rípursókn. Kjarval tók þessu vel, málaði altaris-
töfluna, svo var hún send norður.
Vorið 1925 var ný kirkja að Ríp vígð. Var Altaristaflan þó
komin, hafði verið sett í fagra, gullna mngjörð og komið fyrir á
sínum stað í kirkjunni.
Við vígsluna vom prófastur og þrír prestar. Að athöfninni
lokinni vildu allir fá að skoða hina nýju altaristöflu. Prestamir