Morgunn - 01.06.1973, Side 57
ALTAIUSTAFLAIST
55
hefði verið geymt þar. En frúin var óþreytandi í þvi að reyna
að hafa upp á málverkinu og lét leita alls staðar, hátt og lágt,
frá efstu loftiun niður í kjallara. En hvergi fannst málverkið.
Stóð í þessu leitarbasli í rúm tvö ár. —
En meðan á þessu stóð var ég eitt sinn sem oftar á miðils-
fundi hjá Hafsteini Bjömssyni. Þar koma ætið til min faðír
minn og Skúli prófessor og em svo „sterkir“, að ég get spurt og
spjallað við þá góða stund. Að þessu sinni náði ég tali af Skúla
og sagði honum farir minar ekki sléttar, alls staðar væri verið
að leita að altaristöflunni, en hvergi fyndist hún.
„Jú, hún kemur“, sagði hann.
„Ekki kemur altaristaflan enn. Þú verður nú að segja mér
afdráttarlaust, hvar hún er niður komin.“
Skúli segir: „Hún er í Statens Museum for Kunst og rís upp
í homi í ruslaklefa, vafin upp á skaft og snæri bundið utan um.
I þessum klefa er ýmislegt msl, bæði gagnlegt og ónýtt.“
Ég segi þá: „Hann svili þinn starfar þama við listasafnið.
Veit hann ekki um þennan klefa?“
„Hann er nú farinn þaðan,“ segir Skúli, en um það vissi ég
ekki.
Þá segi ég: „Það verður líklega bezt fyrir mig að skrifa
Gunnari frænda í sendiráðinu í Kaupmannahöfn“.
„Já, það skaltu gera, Gunnar finnur töfluna,“ segir Skúli þá.
Skömmu síðar skrifaði ég Gunnari Bjömssyni sendiráðsrit-
ara í Kaupmannahöfn, sagði honum alla sólarsöguna um altar-
istöfluna, og hvaða fréttir ég hefði nú fengið um það, hvar hún
væri niður komin. Var ég alveg sannfærður um, að taflan
mundi finnast þar sem Skúli vísaði á hana. Þess vegna bað ég
Gunnar að ná í töfluna, koma henni í skrifstofu Flugfélags ís-
lands og merkja hana Jóhannesi Snorrasyui flugstjóra, hann
mundi áreiðanlega koma henni til skila.
Aðeins nokkmm dögum eftir að Gunnar hafði fengið bréf
mitt, fæ ég svolátandi skeyti frá honum: „Taflan fundin, allt
stóð heima, meira í bréfi. — Gunnar.“
Já, allt stóð heima. Jóhannes Snorrason tók við töflunni og
kom henni til skila.