Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 58
56
MORGUNN
Þetta er þá í stuttu máli sagan af altaristöflunni, sem Kjar-
val málaði fyrir konurnar í Rípursókn árið 1924, og prestamir
dæmdu óhæfa til þess að vera í guðshúsi. Þá var henni hvolft
upp að nýmáluðum kirkjuvegg, að hún hlifði þar fötrnn manna
á messudögum, og þarna er hún í mörg ár. Síðan er hún seld,
og send til kóngsins Kaupmannahafnar til aðgerðar og upp-
fágunar. Þar týnist hún og er týnd árum saman og finnst ekki,
hvernig sem leitað er. En að lokum finnst hún og kemst heim
fyrir samstarf góðra manna, bæði þessa heims og annars.
(Ritað 24. nóvember 1959).
Ólafur Sigurdsson, Hellulandi.
Ég undirritaður, Jónas Þorbergsson, Eskihlíð 8, Reykjavík,
sat af tilviljun sem annar af aðstoðarmönnum Hafsteins Björns-
sonar á fundi þeim, sem að ofan er lýst.
Mér er ánægja að geta með góðri samvizku vottað, að ég
veitti samtali þeirra Ólafs bónda Sigurðssonar á Hellulandi og
dr. Skúla Guðjónssonar (sem þá var fyrir nokkru látinn) ná-
kvæma eftirtekt, og að það fór í öllum meginatriðum fram eins
og að framan greinir.
Sérstaklega er mér það minnisstætt, hversu skilmerkilega og
nákvæmlega dr. Skúli fræddi Ólaf um það, hvar hin týnda alt-
aristafla væri niður komin og hvar í hinu tiltekna húsi hana
væri að finna.
Reykjavík, 1. nóvember 1964.
Jónas Þorbergsson.
Þeir voru nánir vinir Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi
í Skagafirði og Hafsteinn miðill. Þeir höfðu kynnzt á bernsku-
árum Hafsteins og sú kynning varaði æ síðan. Ólafur mun
hafa verið einn hinna fáu, sem á þeim árum kunnu að meta
hina dulrænu hæfileika Hafsteins og sá hvað í honum bjó. Eft-