Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 63
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE
61
þennan dreng, að það var almennt litið svo á, að hann væri
öðruvísi en annað fólk. Sumir kunnu að vísu ágætlega við
hann, en aðrir forðuðust hann eins og hann væri ekki með öll-
um mjalla.
Ekki ber að neita því, að Cayce óðalsbóndi átti sinn drjúga
þátt í þessu, því hann sagði hverjum sem hlýða vildi frá hin-
um ótrúlegu hæfileikum drengsins. Ekki svo að skilja, að óðals-
bóndinn hafi verið neinn froðusnakkur, enda þurfti hann ekk-
ert að ýkja, staðreyndimar voru fyllilega nægilega furðulegar.
Edgar sannaði rækilega full}rrðingar föður síns, sem var mjög
hreykinn af drengnum, þegar hann afrekaði það, að endur-
taka orði til orðs ræðu, sem stjórnmálamaður einn í héraðinu
hafði skrifað, en það tók, hvorki meira né minna en hálfa aðra
klukkustund. Hvemig fór hann að þessu? Hann svaf bara með
ræðuna undir höfðinu kvöldið áður.
Þegar Edgar Cayce var ungur maður vann hann sem af-
greiðslumaður í verzlun í Hopkinsville. Næst fékk hann svip-
aða atvinnu í bókabúð í Louisville og aldamótaárið varð hann
sölumaður fyrir tryggingafirma. Hann knnni þessu starfi vel,
en svo varð hann veikur í raddböndunum og sneri aftur heim
vonsvikinn og brotinn maður, því læknamir liöfðu sagt hon-
um, að hann gæti aldrei framar talað nema i hvisli.
Næst varð Edgar aðstoðarmaður við sýningu dávalds nokk-
urs, sem sýndi fyrir fullum húsum við undmn og kátínu áhorf-
enda. Dávaldurinn hafði heyrt um lasleika Edgars, og að lok-
inni sýningu eitt sinn, reyndi hann að lækna hann með dá-
leiðslu-sefjun, sem átti að virka eftir á. En allt var það unnið
fyrir gýg, því Edgar neitaði að falla í djúpan svefn, sem nauð-
synlegur var á undan sefjuninni. Dávaldurinn vildi ekki gef-
ast upp við svo búið og réði lækni frá New York, sem eitthvað
hafði fengizt við að beita dáleiðslu, til þess að reyna að lækna
hann. En heimsókri þessa manns hafði engin áhrif á hæsi
Edgars og hélt hann heim til sín aftur, án þess að fá nokkru
áorkað.
Þrátt fyrir það, hve illa hafði til tekizt, virðist Edgar Cayce
ekki hafa misst trúna á dáleiðsluna, því næst snýr hann sér til