Morgunn - 01.06.1973, Side 64
62
MORGUNN
manns þarna í bænum, sem hét A1 Layne, og var áhugamaður
um dáleiðslu og biður hann að leggja sér góð ráð. Og í marz-
mánuði árið 1901, gerðu þeir í dagstofunni á heimili Cayce óð-
alsbónda tilraun, sem reyndist mjög mikilvæg fyrir framtíð
Edgars, því það var hún, sem beindi honum inn á þá braut, sem
átti eftir að verða lífsstarf hans.
1 rauninni svæfði Edgar sig sjálfur, en Layne og foreldrar
hans voru viðstödd, reiðubúin til þess að hjálpa til, ef þess væri
kostur. Edgar lét nú aftur augun. Andardráttur hans varð
dýpri. Þegar Layne þóttist þess fullviss, að Edgar væri kominn
í eins konar dá, fór hann að lýsa vanheilsu hans, sem hafði
þjáð hann svo lengi. Þeir Edgar urðu sammála um það, að úr
því að Edgar gæti ekki eða vildi ekki taka dásefjunum frá öðr-
um, þá kynni hann kannske að geta komið af stað slíkri dásefj-
un við sjálfan sig meðan hann væri í leiðslunni.
Allt i einu talaði hinn sjúki maður með skýrri og hreinni
rödd, eins og aldrei hefði neitt verið að henni. Hann sagði: „Já,
við getum séð likamann.“
Hægt og skýrt lýsti hann svo orsökunum til þess að radd-
böndin hefðu að nokkru leyti lamazt. Þetta kvað hann hægt
væri að lækna með því, að auka blóðrásina til hinna óvirku
vöðva og tauga.
Á næstu tuttugu og fimm mínútum varð brjóst Edgars og
háls eldrautt. Edgar stakk þá upp á því, að Layne skyldi hugsa
fast um, að blóðrásin yrði aftur eðlileg, og gerði hann það. Þeg-
ar Cayce vaknaði andartaki síðar var rödd hans hrein og skýr.
Og þetta var upphaf á starfi, sem stóð i fjörutiu og fimm ár.
Þegar fréttin af þessu „kraftaverki" tók að síast út, streymdu
beiðnir til Edgars Cayces um að hjálpa öðrum með sama hætti
og hann hafði hjálpað sjálfum sér. Edgar, sem var drengur
góður, var fús til þess, en þó tregur i aðra röndina, því hann
óttaðist að gera einungis vont verra. Hann minntist þess, að
hann var með þessu að fást við mannslíf; hann, sem enga lækn-
ismenntun hafði, dirfðist að segja læknum fyrir verkum. Auk
þess hafði hann í rauninni ekki við annað að styðjast en það,