Morgunn - 01.06.1973, Síða 66
64
MORGUNN
Heilsu hans sjálfs tók því að hraka. A nýársdag 1906 var Edgar
'taddur í óupphitaðri húsgagnaverksmiðju við að taka mvndir
íyrlr húsbónda sinn; fann hann þá til slappleika, og um kvöla-
ið hneig hann niður í ljósmyndastofunni. Var fyrst kallað s
einn lækni og síðan hvem af öðrum, þangað til að þama var
oaman kominn heill hópur lækna. Leizt þeim ekki á blikuna.
því þeir fundu engin slög á púlsi. Urðu læknamir að brjóta
nokkrar tennur hans til þess að reyna að þvinga áfengi niður í
kverkar hans. Virtust skoðanir læknanna á því, hvemig ætti
að bregðast við jafnmargar og þeir sjálfir. Þannig gaf einn
þeirra honum morfín-sprautu, annar stryknín og sá þriðji enn
aðra morfín inngjöf o.s.frv.
Ef hann hefur ekki verið látinn, þegar þeir komu, hef ði hann
að minnsta kosti átt að vera dauður, er þeir höfðu lokið þessum
óskapa inngjöfum.
Að lokum héldu læknarnir leiðar sinnar, sannfærðir mn, að
hann væri steindauður. En klukkustund eftir að þeir voru
farnir fékk Cayce meðvitund aftur og krafðist þess að fá að
vita, hvað hefði komið fyrir sig. Þegar honum var sagt, hvað
gerzt hefði, sagðist hann í framtíðinni heldur vilja láta hátta
sig niður í rúm og vera látinn einn um að leysa sin vandamál,
heldur en að vera hafður að tilraunadýri fyrir læknisfræðilegar
getgátur, þótt gerðar væru í bezta tilgangi.
Árið 1906 vann Cayce með lækni í Bowling Green, John
Blackbum að nafni. Kennari nokkur í verzlunarskóla þar í borg
hafði áhyggjur af morði, sem framið hafði verið í fæðingarborg
hans í Kanada. Fór hann nú fram á aðstoð þeirra. Gæti Cayce
fundið hver hefði myrt ungu stúlkuna, sem tun var að ræða?
Edgar hafði ekki hugmynd um, hvort hann gæti nokkuð átt
við þess konar mál; slíkt hafði hann vissulega aldrei reynt áður.
Féllst hann samt á að gera tilraun. 1 viðurvist föður síns, Black-
bums læknis og kennarans féll hann í leiðsludá. Þeir lásu hon-
um nafn og heimilisfang fómarlambsins og báðu hann nú að
nefna morðingjann. Eftir drjúga þögn sagði Edgar, að morð-
inginn væri systir hinnar myrtu. Sagði hann frá gerð, hlaup-
vídd og framleiðslunúmeri byssunnar, og sagði þeim jafnframt,