Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 67
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE 65
að morðvopninu hefði verið troðið í vatnsrennu í kjallaranum.
Voru þessar upplýsingar nú réttar eða rangar?
Til þess að ganga úr skugga um það, sendi kennarinn yfir-
völdunum í Kanada skeyti með upplýsingunum og beið siðan
þess, hvert svarið yrði. Það stóð ekki á því. Það kom sem sagt til
þeirra í mynd lögreglustjórans, sem hafði meðferðis handtöku-
skipun á hendur Edgari Cayce og kennaranum vegna gruns
um morð!
Þegar hinum ringlaða lögreglustjóra var tjáð, að upplýsing-
amar, sem ákæra hans byggðist á, væm fengnar í dásvefni,
varð hann öskureiður. En þegar hægt var að sefa hann og
Edgar féll í viðurvist hans í dá aftur og lýsti í einstökum at-
riðum morðstaðnum og stúlkunni, sem átti að hafa framið
glæpinn, þá runnu tvær grimur á lögreglustjórann, sem skimd-
aði aftur heim til Kanada. Hann leiddi stúlkuna þegar í kjall-
arann, þar sem byssan fannst. Þegar hann ákærði stúlkuna og
skýrði henni frá því, hvemig hann „vissi“, hvað gerzt hafði,
varð stúlkan dauðskelkuð og stamaði út úr sér fullri játningu,
og fangelsið blasti við henni.
En Cayce varð nóg inn þessa reynslu af morðmálinu og hét
því að blanda sér aldrei framar í slík mál, og það efndi hann.
Iðulega lenti Cayce í andstöðu við lælcna, vegna þess að þeir
gátu ekki fallizt á fyrirmæli hans, og tók hann þetta oft mjög
nærri sér. Eftirfarandi tilfelli er gott dæmi þess:
Hér átti í hlut náinn persónulegur vinur, kona Thomasar
House læknis í Hopkinsville. Hún var veik og var eiginmanni
hennar ómögulegt að gera sér grein fyrir því, hvað að henni
væri. Til þess að leysa þetta vandamál, hafði læknirinn kallað
á W. H. Haggard, kunnan sérfræðing frá Nashville. Sérfræð-
ingurinn komst að þeirri niðurstöðu, að frú House þjáðist af
magabólgu og þyrfti að skera hana upp þegar í stað.
En nú krafðist frú House þess, að vinur hennar Cayce yrði
einnig hafður með í ráðum. En nú var sjúkdómsgreining sú,
sem Cayce gaf, algjörlega andstæð skoðunum Haggards læknis
og annarra lækna þar á staðnum, sem leitað hafði verið til.
Sjúkdómsgreining Cayces var sú, að frúin væri með bami og
5