Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 68
66
MORGUNN
þjáðist jafnframt af stiflu í þarmi, og uppskurður væri því með
öllu ónauðsynlegur.
Frú House var ekki í vafa um það, hverjum hún ætti að trúa.
Hún krafðist þess að sæta þeirri meðferð, sem Cayce hafði lagt
til, og maður hennar féllzt að lokum á það, en þó tregur mjög.
Hvað þarminn snerti, þá reyndist það vera rétt og lagaðist það,
er venjulegri læknisaðgerð slíkra tilfella var beitt. En hvað
„bólgunni“ viðkemur, þá kom hún fram á tilsettum tíma og
var skírð Thomas B. House, yngri.
Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti á hinum ótrúlega ferli
Edgars Cayces, sem hann komst í beina andstöðu við starfandi
lækna og sannaði, að þeir hefðu rangt fyrir sér. En það var
ekki það síðasta, því fór fjarri. Svipað tilfelli beið hans nú
einmitt á næstu grösum, ef svo má að orði komast.
Þegar bam þeirra House-hjóna var fjögurra mánaða gamalt,
sendi frúin aftur eftir Edgari. Var bamið með krampaköst, sem
endurtóku sig á tuttugu mínútna fresti. Þegar Edgar kom, var
faðirinn, House læknir, viðstaddur, og hjá homnn tveir aðrir
læknar. Hafði þeim komið saman um, að bamið gæti í lengsta
lagi lifað í nokkrar klukkustundir. Edgar kom sér þegar fyrir
í svefnherbergi þar í húsinu og féll í leiðslu að vanda. House
læknir lýsti sjúkdómnum fyrir honum og skrifaði hjá sér það
sem Edgar sagði í dáinu.
Cayce fyrirskipaði að nota belladonna — sem er eitur. Þetta
hneykslaði House lækni og vakti reiði hinna læknanna. Annar
þeirra rauk út í fússi. Hinn mótmælti þessu við frú House. Þeg-
ar hann hafði lokið máli sínu, sneri hún sér að manni sínum
og sagði:
„Þetta er „bólgan“, sem þessir sömu menn þóttust finna.
Samkvæmt fullyrðingum þeirra deyr bamið innan nokkurra
klukkustunda. Edgar Cayce sagði okkur sannleikann í fyrra
tilfellinu. Ég treysti honum engu síður nú. Komið þið með lyf-
ið, sem hann fyrirskipar."
Og belladonna var notað. Eftir nokkrar mínútur dró úr allri
vöðvaspennu bamsins og það féll í væran svefn. Og satt að
segja þá lifði sveinn þessi lengur en Edgar Cayce sjálfur.