Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Page 74

Morgunn - 01.06.1973, Page 74
Dr. Erlendur Haraldsson og dr. Ian Steven- son. Ekki er ósennilegt að áhugafólki um sálar- rannsóknir þyki það góðar fréttir, að dr. Er- lendur Haraldsson, sálfræðingur, mun nú aftur væntanlegur til landsins eftir nokkuð langa dvöl erlendis við rannsóknir á vegum Ameríska sálarrannsóknafélagsins í New York. Hefur hann haft náið samstarf við dr. Ian Stevenson, sem nú er orðinn víð- frægur fyrir rannsóknir sínar á því, hvort endurholdgunar- kenningin fái staðizt. Iiann hefur þegar skrifað bók um tuttugu tilfelli bama víða um álfur, sem hafa talið sig lifa áður og fært i viðurvist dr. Stevensons svo sterk rök fyrir staðhæfingum sin- um, að hann telur endurholdgunarkenninguna eina geta skýrt þar öll atriði. Væntanleg er önnur bók um sama efni eftir dr. Stevenson, sem fjallar um þrjátíu önnur tilfelli, sem hann hef- ur rannsakað persónulega, og meira má vænta, því þessi for- dómalausi og eljusami vísindamaður hefur þegar rannsakað tólf hundruð slík mál persónulega í flestum álfum heims. Sam- vinna þeirra doktoranna Stevensons og Erlendar hefur aðal- lega verið í sambandi við rannsóknir á sýnum við dánarbeð. Þeir voru staddir hér á landi í þeim erindum fyrr á þessu ári og héldu síðan til Indlands sömu erinda. Þeir hafa skrifað bók í sameiningu um rannsóknir sinar. I júlí-hefti Morguns ’72 var skýrt frá heim- sókn blaðamanns frá sænska blaðinu Min Varld. Hann var svo furðulostinn yfir dulrænum hæfileikum Islendinga og trú á ósýnilegan heim, að hann skrifaði langa grein um þetta efni í blað sitt, sem hann kallaði Eyjan þar sem látnir lifa. Hún virðist hafa vakið athygli fleiri blaða í Sviþjóð, Eyjan þar sem látnir lif a vek- ur vaxandi athygli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.