Morgunn - 01.06.1973, Síða 74
Dr. Erlendur
Haraldsson og
dr. Ian Steven-
son.
Ekki er ósennilegt að áhugafólki um sálar-
rannsóknir þyki það góðar fréttir, að dr. Er-
lendur Haraldsson, sálfræðingur, mun nú
aftur væntanlegur til landsins eftir nokkuð
langa dvöl erlendis við rannsóknir á vegum
Ameríska sálarrannsóknafélagsins í New York. Hefur hann
haft náið samstarf við dr. Ian Stevenson, sem nú er orðinn víð-
frægur fyrir rannsóknir sínar á því, hvort endurholdgunar-
kenningin fái staðizt. Iiann hefur þegar skrifað bók um tuttugu
tilfelli bama víða um álfur, sem hafa talið sig lifa áður og fært
i viðurvist dr. Stevensons svo sterk rök fyrir staðhæfingum sin-
um, að hann telur endurholdgunarkenninguna eina geta skýrt
þar öll atriði. Væntanleg er önnur bók um sama efni eftir dr.
Stevenson, sem fjallar um þrjátíu önnur tilfelli, sem hann hef-
ur rannsakað persónulega, og meira má vænta, því þessi for-
dómalausi og eljusami vísindamaður hefur þegar rannsakað
tólf hundruð slík mál persónulega í flestum álfum heims. Sam-
vinna þeirra doktoranna Stevensons og Erlendar hefur aðal-
lega verið í sambandi við rannsóknir á sýnum við dánarbeð.
Þeir voru staddir hér á landi í þeim erindum fyrr á þessu ári
og héldu síðan til Indlands sömu erinda. Þeir hafa skrifað bók
í sameiningu um rannsóknir sinar.
I júlí-hefti Morguns ’72 var skýrt frá heim-
sókn blaðamanns frá sænska blaðinu Min
Varld. Hann var svo furðulostinn yfir
dulrænum hæfileikum Islendinga og trú á
ósýnilegan heim, að hann skrifaði langa
grein um þetta efni í blað sitt, sem hann kallaði Eyjan þar sem
látnir lifa. Hún virðist hafa vakið athygli fleiri blaða í Sviþjóð,
Eyjan þar sem
látnir lif a vek-
ur vaxandi
athygli.