Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 81
SVEINN ÓLAFSSON,
varaforseti SRFl:
FÉLAGSFRÉTTIR
Fræðslufimdir
SRFl.
1 síðasta Morgni var frá því sagt, að fyrir-
hugaðir væru á s.l. vetri mánaðarlegir
fræðsluftmdir fyrir fólagsmenn og gesti
þeirra. Fór það eftir, og voru haldnir alls sex slíkir fundir á
vetrinum. Voru þeir á fimmtudögum i upphafi hvers mánaðar,
frá nóvember til apríl, og voru haldnir eins og áður í Norræna
Húsinu. Var reynt að hafa fjölbreytilegt efni; er ánægjulegt
að vita, að liðsinni fékkst frá hinum hæfustu kröftum í þessu
efni, og voru þessir fundir yfirleitt vel sóttir og almerrn
ánægja með hversu til tókst um efnisval. Eins og endranær
var ávallt flutt tónlist í upphafi og i lok fundanna, og naut fé-
lagið þar velvildar ýmissa góðra listakrafta. — öllum þeim að-
ilum, er hér áttu hlut að máli, á félagið þakkir að gjalda, og
eru þeim hér með fluttar þakkir fyrir velvild þeirra til félags-
ins og málefnisins. — Á fyrsta fundinum í nóvember fluttu er-
indi Ævar R. Kvaran, ritstjóri Morguns, og Guðmundur Ein-
arsson, forseti SRFf. — Á næsta fundi, hinn 7. desember,
flutti séra Sigurður Haukur Guðjónsson hugleiðingu í tilefni
þess, að jólin voru á næsta leiti, þá flutti Guðmundur Jörunds-
son, útgerðarmaður erindi og Sveinn Ólafsson, varaforseti
SRFf stutta frásögn. — Á fundinum 11. janúar fluttu erindi
séra Jón Auðuns, dómprófastur og Guðmundur Einarsson, for-
seti SRFÍ. — Laugardaginn 3. febrúar var haldinn sérstæð-
ur fundur með brezka miðlinum Joan Reid, sem þar sýndi
meðlimum hæfileika sína og starfsaðferðir i trans-ástandi. —■
Vakti það óskipta athygli viðstaddra. -— Á fundinum 8. marz
flutti Sören Sörensson, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi, merki-
legt erindi um Yoga. — Á síðasta fundinum flutti örn Guð-
mundsson, tannlæknir, erindi með litskuggamyndum, um áru