Morgunn - 01.06.1973, Side 86
84
MORGUNN
dýnamískt námskeið, sem beinist að þvi að efla þekkingu þátt-
takendanna á sjálxum sér, persónuleika sínum, persónuleikum
og tjáningu annara. Gagnkvæm sjálfstjáning er undirstaða
þess, að þátttakendur læra hver af öðrum, en ýmsar félagsleg-
ar og sálrænar æfingar mynda undirstöðu hinnar sameiginlegu
leitar að kjama sjálfs sín. — Grúppu-dýnamískar hópaðferðir
bjóða upp á ýmsar lærdómsrikar leiðir til félagslegrar tjáning-
ar, en sjálfskönnun, frjáls teikning, stýrðir dagdraumar og tón-
listarlækning eru meðal þeirra leiða til sjálfsþekkingar, sem
kannaðar verða. Einnig verður leiðbeint í færslu sálrænnar
dagbókar.
Þriggja mánáda Sálvaxtar-námskeiÖ:
Október 1973 — Janúar 1974. — Fyrir þá, sem áhuga hafa
á langtíma, skipulegri vinnu að eigin þróun. Notaðar verða of-
angreindar aðferðir eftir þvi sem við á, bæði á sameiginlegxxm,
vikulegum kvöldfundum og sem einstaklingsbundin heima-
verkefni. Jafnhliða hinum sálrænu leiðum verður lögð áherzla
á leikfimi, yoga, mataræði og aðrar hliðar líkamlegrar þróun-
ar, Psychosynthesis, sálkönnunar- og sálvaxtarkerfi italska sál-
læknisins Roberto Assagioli dr. med. verður lagt til grundvall-
ar námskeiði þessu og hefst það 31. október.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram á öll þessi
námskeið með því að hringja í síma 25995 eða skriflega að
Laufásvegi 6. -— Fólki er ráðlagt að klæðast þægilega.
Geir V. Vilhjúlmsson lauk fyrri hluta prófi í sálfræði 1966 og magister-
prófi í sömu grein 1969, hvort tveggja við Háskólann í Freiburg, V-Þýzka-
landi. — Síðan 1970 hefur hann dvalið 4 sinnum í Bandaríkjunum, sótt ráð-
stefnur og námskeið og heimsótt rannsóknastofnanir. — Vorið 1972 stýrði
hann aljjjóðlegri ráðstefnu um Transpersonal Sálfræði að Bifröst, Borgar-
firði, og í desember sama ár hóf hann þjálfun í Psychosynthesis hjá Dr. Ro-
berto Assagiloli, Flórens, Italíu. — Hann starfar á eigin vegum við sál-
fræðilega ráðgjöf, kennir sálfræði við Menntaslcólann við Tjörnina og
við Barnakennaradeild Myndlista- og Handiðaskólans og starfar fyrir Rann-
sóknastofnun Vitundarinnar að rannsóknum, þ.á.m. á leiðum til stjórnar á
vitund mannsins og að yfirlitskönnun á íslenzkum huglækningum.