Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 8

Morgunn - 01.06.1976, Side 8
6 MORGUNN hrjáðu þá. Að mörgum árum liðnum varð hann að lokum upplýslur og lærði það sem hann hafði ætlað sér. Og þegar fréttir fóru að berast af hugljómun hans — tók hann að kenna mönnum leiðina til lausnar. Hætt er við að ekki séu margir sem treystast til þess, eins og Buddha, að afneita ást, valdi, auði og allsnægtum, og rjúfa kærleiksrík fjölskyldubönd til þess eins að leita lausnar á erf- iðri ráðgátu tilverunnar. Engu að síður verðum við fyrr eða síðar að gefa þessari ráðgátu gaum: Hvers vegna þjást menn? Og hvað geta þeir gert til þess að losa sig undan þjáningu? Þeir skáldsagnahöfundar sem hafa óskalönd framtíðarinnar að yrkisefni hafa brugðið upp framtiðarsýn af heimi, þar sem tvennt af því, sem snart Buddha svo djúpt, er horfið: elli og sjúkdómar. En jafnvel öll snilli eðlisfræðinnar hefur ekki getað veitt þeim möguleika á að sjá, hvernig hægt er að út- rýma aðalóvini mannsins: dauðanum. En meðan vér bíðum þessara draumalanda og áður en viturlegra heimsskipulag get- ur fært öllum mönnum öryggi og frið og fegurð og æsku, þá verðum vér að horfast í augu við öryggisleysi á ótal sviðum, hættur á hverju strái og endalausar ógnanir við hamingju vora og sálarfrið. Eldur og stórflóð, farsóttir og jarðskjálftar, ófrið- ur og yfirvofandi útrýming, má telja meðal þess sem ógnar oss utanfrá. Og í hinum innra sálræna heimi mannsins er hann hrjáður af göllum sinum — eigingirni, heimsku, öfund, illgirni og græðgi, sem eru uppspretta þjáninga, bæði sjálfs hans og þeirra sem umgangast hann. Á þeim augnablikum í lífi voru, þegar vér verðum berg- numin af hrifningu, til dæmis við að hlýða á yndislega tónlist eða horfa á fagurt sólarlag, þá finnst oss að í hjarta alheimsins hljóti að búa gleði og djúpur tilgangur. En þegar vér hins vegar beinum athyglinni að stálköldum raunveruleikanum i lífinu, sem ber með sér grimmd og hræðilega brostnar vonir, þá komumst vér ekki hjá því að hera fram hinar óhjákvæmi- legu spurningar, ef vér höfum nokkurn skilning, nokkurn kærleika: Hvert í ósköpunum er takmark og tilgangur lífsins utan þess augljósa og efnislega: að halda lífi? Hver er ég?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.