Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 11

Morgunn - 01.06.1976, Side 11
SVO SEM MAÐUllINN SAIR . . . 9 jörðin væri flöt. Engu að siður kollvörpuðu þeir Kólumbus, Magellan og aðrir landkönnuðir á fimmtándu öld þessari trú með þeim ómótmælanlegu rökum að sigla í vestur en koma úr austri. Það var á þennan og ótal annan hátt, að það rann upp fyrir mönnum, að hin fornu yfirvöld kynnu að hafa rangt fyrir sér. Þannig fæddist hin vísindalega afstaða og þannig skap- aðist efunarhyggja nútímans. Hver uppgötvunin á fætur ann- ari færði úr lagi hina snotru heimsmynd sem maðurinn hafði trúað á. Andi? Enginn maður hefur nokkurn tíma séð anda. Sál? Enginn hafði nokkru sinni getað fundið sálina, hvorki fólgna í lítfrymi eða annars staðar. Ódauðleiki? Hver hefur nokkru sinni snúið aftur til þess að fræða okkur um hann? Himnaríki? Sjónaukar okkar sýna okkur engin merki þess. Guð? Stórkostleg tilgáta; afkvæmi hugar, sem þarfnast föður- tákns. Alheimurinn er stór vél. Maðurinn er lítil vél, sem hefur orðið til fyrir tilviljunar-niðurröðun atóma og vegna eðlilegrar framþróunar. Þjáning er óhjákvæmilegt hlutskipti mannsins i baráttunni við að halda lífi. Hún hefur enga „merkingu11 aðra en þá; engan tilgang. Dauðinn er upplausn efnafræðilegra frumefna; ekkert annað verður eftir. Virðingin fyrir hinum mikla manni, eða hinni miklu Bók, eða hinum mikla Kennara hefur því vikið fyrr virðingunni fyrir hinum fimm skilningarvitum. Vissulega liafa vísindin víkkað næmi skilningarvita vorra með smásjám og sjónauk- um, röntgengeislum og radar. Og visindin hafa fært i kerfi athuganir skilningarvitanna með beitingu raka, stærðfræði og endurtekningatækni við tilraunir. Byggingin sem visindin hafa reist hvílir á sjón, lieyrn, ilman, smekk og tilfinning mannsins. Undanfarna áratugi höfum vér samt tekið að efast alvar- lega um það, sem vér vitum eða höldum að vér vitum. Verk- færin sem vér höfum skapað með vorum óskeikulu skilningar- vitum hafa nefnilega, þótt hlálegt sé, snúið við blaðinu og sýnt oss, að þessi skilningstæki vor eru sjálf ófullkomin og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.