Morgunn - 01.06.1976, Page 16
14
MORGUNN
fulla sambandi dagvitundar og djúpvitundar. Hver veit nema
hann sé nú að nálgast það að komast að innsta kjarna sjálfs
sin. Ef til vill finnur hann nú að lokum, eftir margra alda leit,
visindaleg og fullnægjandi svör við grundvallarráðgátum til-
verunnar: hvers vegna hann fæddist og þjáist.
SVAR VIÐ LÍFSGÁTUNNI.
Þegar Edgar Cayce hafði gegnt mannúðarhlutverki sínu
með lækningum í tvo áratugi, þá var löngu ljóst orðið að
skyggni hans var áreiðanleg, eins og hafði sýnt sig í þúsund-
um tilfella. Það er ekki vanþörf á að minna á þessa sannreynd,
þegar vikið verður að nýrri hlið, nýrri þróun, á þessum furðu-
lega Hfsferli.
Upphaflega hafði skyggni hans verið beint inn á við að
hinum duldu líkamshlutum. Það liðu mörg ár áður en nokkr-
um hugkvæmdist, að einnig myndi hægt að beita þessu afli
út á við að alheiminum sjálfum, að sambandi manns og al-
heims, að gátum mannlegra örlaga. Það gerðist með þessum
hætti.
Maður var nefndur Arthur Lammers, velefnaður prentari
i Dayton, Ohio. Kunningi hans einn beindi athygli hans að
Cayce, og vakti nægilega forvitni hans til þess að hann gerði
sér sérstaka ferð til Selma, Alabama, þar sem Cayce bjó um
þær mundir. Langaði Lammers til að sjá hann að starfi. Ekki
var samt neinu heilsuleysi til að dreifa hjá Lammers; hins veg-
ar var hann sannfærður um að hann væri fullfær um að ganga
úr skugga um það, hvort skyggni Cayces væri raunveruleg,
ef hann ætti þess kost að fylgjast með dálestrum hans í nokkra
daga. Lammers var vel upplýstur maður, greindur og áhuga-
samur um andleg mál. Það hvarflaði að honum, að hugur
sem greint gæti það, sem hulið var mannlegum sjónum, gæti
ef til vill einnig varpað nokkru ljósi á vandamál sem merki-
legri væni en starfsemi lifrarinnar eða flóknir vegir melting-