Morgunn - 01.06.1976, Page 40
ASMUND BRYNILDSEN:
TRTJ OG ÞEKKING
Nú á tímum er djúp staðfest milli vísindalegrar hugsunar
og trúarbragða. Spurning er hins vegar, hvort þetta djúp sé
raunverulegt, hvort það sé óhjákvæmilegt, að þannig sé, eða
hvort þetta stafi af skilningsskorti á málefninu frá öðrum
aðiljanum eða báðum, bæði af hálfu fulltrúa vísindanna og
trúarbragðanna.
Enginn vafi leikur á því, að nú á támum er þessi andstæða
raunveruleg. Nútímaþjóðfélag leitast sífellt við að byggja á
skynsemi og þekkingu. Það er staðreynd, sem birtist æ skýrar,
að visindin eru að skipa sér sess trúarbragðanna, bæði í þjóð-
félaginu í heild og í meðvitund einstaklingsins. Þau viðhorf,
skoðanir og hugmyndir, sem litið er á sem vísindalegar, verða
stöðugt fyrirferðarmeiri og skipa meira rúm í skólunum, í
allri fræðslu og í menningarlífinu. Um leið verður hin hag-
nýta tækni, sem er beinn ávöxtur vísindalegrar hugsunar,
sífellt rúmfrekari og mikilvægari í þjóðfélaginu.
Sú gerð, sem menningin fær á sig og leiðir af þessu, virð-
ist sífellt leitast við að ýta til hliðar þeim verðmætum og
þeim skilningi, sem bundin eru við trúarleg viðhorf á lífið og
tilveruna. Þessi andstæða birtist í öfgum sínum í Sovetríkj-
um, sem a. m. k. fræðilega telja sig byggja á vísindalegum
skilningi á heiminum. I Sovetríkjunum er því haldið fram, að
þjóðfélagslif og stjórnmál skuli byggð á þekkingu og skyn-
semishugsun, og þar er markvisst unnið gegn öllum trúar-
brögðum.