Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 49

Morgunn - 01.06.1976, Side 49
TRÚ OG ÞEKKING 47 tilraunir og áþreifanlegar athuganir, heldui' við það, að hann lærði að skoða náttúruna á nýjan hátt, nefnilega sem við- fangsefni stærðfræðilegra hugmynda og greininga. Hann lærði að lita á náttúruna sem afsprengi stærðfræði, sem eins konar líkamsgerving stærðfræðilegra sambanda og í þessum stærð- fræðihugmyndum fundu frumherjar hinnar sígildu náttúru- vísindalegu heimsmyndar tjáningu á reglu og innra samræmi hins guðdómlega sköpunarmáttar, nokkurs konar andlega feg- urð sköpunarverksins. Það var þessi guðdómlega regla, samræmi og fegurð, sem þeir leituðu að í efnisheiminum, sem sett var fram í stærð- fræðireglum. Þeir vildu biðja með vitsmunum og lofsyngja með vitsmunum. Það var sá innblástur, sem lagði grunninn að hinni náttviruvisindalegu heimsmynd. Þennan innblástur höfðu frumherjar endurreisnartímans fengið frá eldgamalli trúarlegri dulspekihefð, sem tengd var hinum gríska hugsuði og stærðfræðingi Pyþagórasi og sem Platon hafði borið áfram. Það var þessi hefð þeirra Pyþagórasar og Platons, sem menn á borð við Kopernikus, Kepler og Newton tóku upp og end- urnýjuðu og sem þeir í nýjum hugmyndum sínum tengdu hinum kristna anda, við Logos, orðið, sem skapaði. Maður á borð við Jóhannes Kepler er ekki aðeins frumherji í sögu vís- indanna og stærðfræðinnar, hann er einnig einn merkilegasti og eftirtektarverðasti maður hinnar kristnu dulfræði. Það er staðreynd, sem nú á dögum er oftast gleymd, að fyrstu hug- myndirnar að jafnmikilvægum uppgötvunum í sögu nútíma- vísinda eins og lögmálanna um brautir reikistjarnanna, þær er að finna í verki, sem borið er uppi af anda hinnar trúar- legu dulfræði og heitir einnig Mysterium Cosmograficum, Leyndardómar alheimsins. Hin nýja heimsmynd, byggð á innblæstri frá Pyþagórasi, var fyrst útlistuð og uppbyggð sem reynsluvisindi miklu síðar og það er merkilegt að hugsa til þess, að sá maður, sem vana- lega er talinn hafa lagt grunninn að nútíma reynsluvisindum, Francis Bacon, hafnaði kerfi Kópernikusar vegna þess að það samrýmdist ekki skynjun mannsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.