Morgunn - 01.06.1976, Qupperneq 52
50
MORGUNN
unni er stærðfræðilega bundinn, og hvernig hann er bundinn
stærðfræði, getur maðurinn skynjað með því að losa sig und-
an skilningarvitunum og leiða til öndvegis sinn eiginn guð-
dómlega hæfileika til hlutlægrar stærðfræðilegrar hugsunar.
Það var m. ö. o. um að ræða að finna aftur og þekkja aftur
eitthvað algilt í hinum ytra heimi, sem maðurinn átti i sinni
innri vitsmunalegu gerð.
Hinn innhverfi dulfræðingur hefur leit sína á nákvæm-
lega sama hátt. Hann byrjar á því að hreinsa kerfisbundið
burt allt ímyndað, allt það í meðvitundarlifinu, sem hann býr
til sjálfur, allt það, sem síngjarn vilji hans vill, aðeins að þvi
viðbættu, að hann kallar það ekki einungis huglægt og blekkj-
andi, hann kallar það einriig syndsamlegt eða vont, en það er
einmitt vont, af því a8 það er huglægt, síngjarnt og blekkjandi.
Tilgangur hans með því að losa sig við þetta úr innri
mynd sinni af veruleikanum er einnig sá sami, nefnilega að
yfirvinna það, sem skilur vitundarlif hans frá hinu hlutlæga
og raunverulega i heimi sálarinnar, sem hann ætlar sér að
komast inn í eða láta gagntaka sig. Ef könnuð er undirstöðu-
krafa kristninnar til hugarfars manna, þá kemur í Ijós, að
hún gerir skilyrðislausar kröfur til hlutlægni: Sá, sem hatar
óvin sinn, skal hreinsa þessa kennd burt og innleiða gagn-
stæða kennd. Ef auga þitt hneykslar þig, þá rífðu það úr þér
o. s. frv. Allt eru þetta kröfur, sem enginn venjulegur maður
getur uppfyllt í venjulegu lífi. Hins vegar er unnt að gera
sér raunverulega hugmynd um hin fyrstu skref dulfræðings-
ins á hinni innri leið til sjálfs sín, með þvi að hugsa sér, að
hann kerfisbundið og linnulaust beygi innra líf sitt undir
þessa, að þvi er virðist óuppfyllanlegu kröfu og rækti þar með
sér hæfileika „sálarlegrar hlutlægni“ innra með sér.
Báðir tveir, vísindamaðurinn jafnt sem dulfræðingurinn
eru knúnir áfram af sömu örfinni, — þörfinni fyrir að sam-
eina hina einstaklingsbundnu, einangruðu meðvitund, — þörf-
inni fyrir að losna frá hinu singjarna og blekkjandi með
hjálp sannleikans.
Samhengið milli hinnar gömlu trúarlegu upplifunar og