Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 55

Morgunn - 01.06.1976, Side 55
BHAGAVAD GXTA 53 vinur þinn, skjól og aíhvarf. Ég er upphaf, miðbik og endir allra hluta; og hið eilífa sæði sem aldrei breytist. . . . Ég er hið eilífa líf og einnig dauðinn. Ég er allt sem skapað er og einnig hið óskapaða, Veran og Ei-veran“. — Og hinn Bless- aði fræðir Arjuna áfram og segir lronum frá, að Hann sé inntak alheimsins, sem sé innblásinn af sér og sinni eilrfu mynd, sem hin ytri skynfæri nái ekki til. Allar verur hvíli í sér, þótt Hann sé ekki í neinni veru, en þetta beri ekki að skilja efnislegum skilningi. — Þetta er hinn mikli leyndar- dómur. — Og Hann mælir áfram: ,,Ég stjórna lífinu og hring- rás alheimsins fyrir eðli Maya, hinnar heilögu blekkingar, en starfið bindur mig ekki. Hinir dyggðugu og trúföstu, sem skynja mig í öllu, eru eilíflega i mér og ég í þeim“. — Og i frekar, útlistun Krishna kemur fram, að Drottinn Vasudeva birtist endrum og sinnum i mannlegu lífsgerfi, en hinir fá- vísu, blindu og trúlausu fari framhjá bústað hans, og þekki hann ekki, en allt erfiði þeirra og þekking verði til ónýtis. En hinar þroskuðu sálir tigni hann og tilbiðji með ýmsum hætti og öðlist hlutdeild í guðdómseðli hans. — Þá segir hann og, að þeir sem ástundi dyggðir vegna ávaxtanna öðlist umbun verka sinna og fari til guðaheims Indra, þ.e. himna, en þegar þeir hafi tekið út laun sín snúi þeir aftur til hverful- leikans, heimkynnis þjáningar og dauða. — Þetta muni samt ekki verða til einskis, því um síðir muni þeir komast til sín, þegar þeir hafi öðlast lausn fyrir þekkingu á fórn og sam- einast sál sinni fyrir iðkun athafnaafsals. Og hann leggur á'herzlu á hina leyndardómsfullu þýðingu fórnar, og segir, að hvaða verk sem maðurinn inni af hendi í lifinu, þá skuli hann vinna það eins og það væri fórn til Guðs; það sé teiðin til endurlausnar, eilífs friðar sálarinnar og sameiningar við sína innstu verund. — Hér flytur Krishna fram hina göfugu og förgu huggun, að jafnvel þótt maður hafi lifað syndugu og óhreinu lífi, þá muni hann öðlast lausn og teljast meðal hinna réttlátu, ef hann snúist til einlægrar trúar af allri sálu sinni, þvi hughvarf hans muni hreinsa hann og helga á skammri stundu. Fórn hans muni verða veitt viðtaka og hann öðlist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.