Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Síða 65

Morgunn - 01.06.1976, Síða 65
BHAGAVAD GITA 63 Eðli göös og ills. I sextánda kafla fræðir Shri Krishna prinsinn Arjuna um eðli hinna guðlegu og hinna óguðlegu, og mismun örlaga þeirra. Hann lýsir þvi yfir, að hér i heimi séu tvennskonar menn; þeir sem gæddir eru hinu guðlega innræti, göfgi og vizku, og hinir, sem eru af hinu óguðlega eðli; vonzku og fávizku. Og hann skilgreinir í ýmsum atriðum lyndiseinkunn og eðlisfar þeirra beggja. — Meðal dyggða hins guðlega eðlis er: sjálfsstjórn, góðvild, hógværð, flekkleysi, sannleiksást og einurð. — Hugarþel hinna óguðlegu einkennist hinsvegar af drambi, hræsni og fávizku. Þeir þekkja hvorki rétta athöfn né ranga, og velsæmi er þeim framandi, en í fávizku sinni gefa þeir sig taumlausum, óseðjandi grindum á vald, og hafa engan hemil á sér. Hlutskipti þeirra er andleg þrældómsbönd blindni og illsku, og þeir fá eigi komist til hins æðsta heim- kynnis, heldur feta hina óæðri leið til bústaða hinna van- heilögu. Þannig sviftast þeir í hringiðu endurfæðinganna líf eftir lif, ofurseldir girndum, eigingirni og hatri. Leið þeirra, sem liggur til vítis, er hin þrefalda leið andlegs dauða, sem auðkennist af fýsn, hatri og græðgi. — En hinn Blessaði hughreystir Arjuna og segir honum, að hann skuli ekki hryggjast eða kvíða, þvi hann sé gæddur guðlegu innræti. „Sá maður“, segir Krishna, „sem ekki fetar framar hina þre- földu leið myrkursins, hefir áunnið sér sælu og mun ná hinu æðsta marki.“ — Sagt með öðrum orðum merkir þetta, að hið guðlega innræti muni efalaust leiða manninn á veg lausnar og andlegs frelsis, fyrir sakir sjálfsaga, sjálfselsku- leysis og góðfýsi. — Að lyktum mælir Hinn Blessaði fram þá hvatningu lil Arjuna að hann láti hin Helgu Rit vera leiðar- ljós sitt um rétta lífsháttu, rétta athöfn og ranga. Hann segir þau veita örugga leiðsögn um eðli athafnanna og áréttir, að þegar þetta sé orðið honum ljóst skuli hann feta leið athafn- anna ólrauður, eins og lögmálið segi fyrir um. Þannig endar sextándi kafli helgiritsins Bhagavad-Gita, og hann hefir verið nefndur Fræðin Um Eðlismun Hins Góða Og Hins Illa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.