Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 70

Morgunn - 01.06.1976, Side 70
68 MORGUNN einskonar eintal hins innri Guðdómsþáttar, sálarinnar, hinn- ar hljóðlátu raddar í hugskoti mannsins, við sjálfan hann; hinnar nánast þöglu raddar, sem stjórnar lifi sérhvers manns, og dvelur samt öllum dulin innra með honum, stundum jafn- vel honum sjálfum, þótt tilvera hennar og eðli blasi í raun við öllum, sem í andlegum skilningi hafa eyru tii að heyxa og augu til að sjá; tilvera og eðli, sem hinir andlega blindu geta ekki skynjað, — þótt áhrifavald hennar sé altakandi, —- sakir hinnar Heilögu Blekkingar, efnishulu Maya, sem dylur þeim nærveru Hans, sem öllu stjómar og ræður, innra með þeim sjálfum. Hinum hrellda manni, sem hefir göfgi og hæfi- leika til að skynja þessa rödd, þar eð hann, þrátt fyrir efa- semdir sínar, er andlegur maður, er þessi rödd nægilega heyr- anleg, eins og prinsinn Arjuna, til þess að geta sótt þangað leiðsögn og styrk í vandamálum og mótsögnum lífsins, og fundið lausn þverstæðnanna hyggða á undirstöðusjónarmið- um dómgreindar og vizku. Blekkingin og hið dulda. Villugötur vestrœnnar menningar. Margir þeir, sem skyggnst hafa dýpst til skilnings á efni þessa mikla helgiljóðs, eru gjaman þeirrar skoðunar, að þessi síðasti kafli i ljóðinu hafi að geyma mynd í hnotskurni, eða samþjappað yfirlit yfir kenningarnar sem ljóðið í heild felur í sér. — Á seinni tímum hafa vestrænir menn komið í vax- andi mæli auga á, hve ómetnleg þau sjónarmið, er þarna koma fram, geta verið vestrænni menningu og lifsviðhorfum, til mótvægis þrældómsböndum þeirrar veraldar- og efnis- hyggju, sem sveipast hefir um daglegt líf og hugsun manna í vestrænum löndum, sem velmegunin hefir innleitt. Nægir i því sambandi að segja, að líf fólks er meira og minna bund- ið á klafa blinds kapps og ástríðna, eins og skefjalaus ásókn eftir efnisverðmætum og félagsleg upplausn ekki hvað bezt sýna, þar sem næstum algjör skortur virðist ríkja á skilningi og tilfinningu fyrir lífgefandi afli andlegra viðhorfa og mark-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.