Morgunn - 01.06.1976, Qupperneq 79
FORVISKA OG DUI.TRTJ SKÓT.AFÓt.KS
77
lausnir. Þeir 28, sem töldu þessi dulrænu fyrirbæri óhugsan-
leg, fengu að meðaltali 18,25 réttar lausnir eða 49 fœrri réttar
lausnir en búast hefði mátt við fyrir meðaltilviljun. Síðast-
nefnda frávikið frá meðaltilviljun nemur 2,32 stöðluðum frá-
vikum (z-gildum).
Nú vaknar sú spurning hvort líklegt sé að þessi munur á
úrslitum flokkanna stafi af tilviljunarsveiflum. Með chi-kvað-
rat prófi, sem tekur tillit til röðunar flokkanna (Armitage
1971), birtist marktækur munur á fjölda réttra lausna eftir
trú þátttakenda á tilveru hinna dulrænu fyrirbæra (x2 = 5,59,
1 frígráða, P = 0,02). Þetta er svipuð niðurstaða og áður
hefur fengist i sambærilegum tilraunum og staðfestir þá til-
gátu, að jákvætt samband sé milli dulskynjunar og trúar á
dulræn fyrirbæri.
NifiurstöSur forspárprófs eftir viShorfum skólafólks til
dulrœnna fyrirbæra og lestri um dulrœn efni.
Fjöldi
svarenda
Réttar
lausnir á
forspár-
prófi
Frávik
réttra
lausna
frá
meðal-
tilviljun
Meðaltal
réttra
lausnn
Staðlað
frávik
(z)
1. Telja tilveru hug-
skeyta og forspár-
hæfileika:
a. Vissa 90 1841 + 41 20,46 + 1,08
b. Mögulega 331 6565 — 55 19,83 -0,76
c. Öhugsanlega 28 511 -49 18,25 I ! OJ
Álís 449 8917 _-~63_ 19,86 - 0,53
2. Lesa bækur eða
greinar um dulræn
efni:
a. Oft 105 2192 + 92 20,88 + 2,01
b. Sjaldan 255 5077 -23 19,91 -0.36
c. Aldrei 89 1648 - 132 18,52 -3,50
Alls 449
8917
-63
19,86
-0,53