Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 84

Morgunn - 01.06.1976, Side 84
82 MORGUNN gegn vissum skilyrðum, t. d. blindri hlýðni og undirgefni. Kirkjan útbjó því í eitt skipti fyrir öll sannleika fyrir okkur til þess að taka af okkur ómakið. En það hafa alltaf verið til menn sem hafa látið sér fátt um finnast slíka sannleiks- skömmtun og vildu sjálfir annast sínar rannsóknir. Og niður- stöður þeirra, sem byggðust á rökhyggju, stönguðust alger- lega á við ýmislegt af því sem kirkjan kenndi, og hið langa strið milli vísinda og kirkju hófst og stendur enn yfir. Á nítj- ándu öld var svo komið í þessum átökum að kirkjan var á undanhaldi á öllum vigstöðvum, og er það enn i dag. Þá hafði hún sem sjálfskipaður verndari trúarinnar, haldið svo á mál- um, að menntað fólk taldi sjálfsagt að setja vísindin í stað trúarinnar. Já, vitanlega varð trúin einskisvirði úr því kirkjan, sem byggði vald sitt yfir hugum fólks á henni, barðist gegn allri skynsemi. Sálfræðingurinn dr. Gina Cerminara lýsir þessu vel í bók sinni MANY MANSIONS. Þar segir hún á einum stað: „Ptolemæus (frægur stjörnu- og stærðfræðingur á 2. öld e.Kr.) sagði — og kirkjan féllst á kenningu hans og kenndi hana — að sólin snerist kringum jörðina. Engu að síður sýndu verkfærin sem Kopernikus fann upp og notaði, að það var þvert á móti jörðin sem snerist um sólina. Kirkjan féllst fullkomlega á sálfræði og vísindi Aristótelesar, en hann hélt því fram, að væru tveir mismunandi þungir hlutir látnir detta, þá kæmi þyngri hluturinn fyrr til jarðar. Þó sýndi Galíleo það með einfaldri tilraun í skakka turninum í Písa, að tveir hlutir sem hafa sama umfang en mismunandi þunga, koma á sömu stundu til jarðar þegar þeir eru látnir detta. Ymsar setningar í Biblíunni gáfu í skyn, að jörðin væri flöt. Engu að síður kollvörpuðu þeir Kolumbus, Magellan og aðrir land- könnuðir á fimmtándu öld þessari trú með þeim ómótmælan- legu rökum, að sigla í vestur en koma úr austri. Það var á þennan og ýmsan annan hátt, að það rann upp fyrir mönnum, að hin fornu yfirvöld (kirkjan) kynnu að hafa rangt fyrir sér. Þannig fæddist hin vísindalega afstaða og þannig skapaðist efunarhyggja nútímans. Hver uppgötv-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.