Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Síða 88

Morgunn - 01.06.1976, Síða 88
86 MORGUNN gjarna vera fremur í verki með mér en öðrum á heimilinu og var það mér síst til ama. Sagði hann jafnan „nafni minn,“ þegar hann beindi orðum sínum til mín. Ekki þurfti hann þó að leita athvarfs eða skjóls hjá mér sérstaklega, því heimilis- fólkinu varð fljótlega öllu hlýtt í huga til hans, eins og áður er getið. Þegar leið að vori fór hann að kenna nokkurs lasleika, sem lýsti sér þannig, að hann hafði stundum óþægindi í hálsi, einkum er hann var að matast. Lítið vildi hann þó gjöra úr þessu og aftók með öllu að leita læknishjálpar, kvaðst ekkert veikur að öðru leyti. Öskaði þó fremur að nærast á mjólk og spónamat en fæðu í fastara formi og var honum auðvitað fús- lega veitt það, ef hann óskaði þess. Það var þvi ekkert gjört frekar í þessu efni að sinni. Og fór svo fram um hríð. En fremur mun þessi lasleiki hans liafa ágerst, er leið að vori, þótt hann vildi ekki kannast við það, enda ekki merkjanleg ytri veikindamerki á honum. Hann geklc að sínum venjulegu störfum fram á síðasta dag og matarlyst virtist eðlileg. Og fór svo fram um hríð, að ekki var frekar að gjört í þessu efni. En hér urðu snögg mnskipti og óvænt. Það var venja móður minnar, að fara fyrst á fætur af heimilisfólki að morgni til þess að glæða eld og undirbúa matseld. Þorsteinn klæddist þá venjulega um sama leyti og fór til sinna starfa, sem var að hirða nautgripi í fjósi, sem var í bæjarþorpinu og auk þess ýmis önnur störf, sem til féllu á heimilinu hverju sinni. Það gjörðist svo að morgni dags, nálægt sumarmálum, er móðir mín hafði tendrað eld að venju, að hún veitti því athygli, að Þorsteinn var ekki kominn á fætur, svo sem venja hans var um það leyti, svo hún fór að grennslast eftir, hverju það sætti. Þegar hún kom inn í herbergið til hans er hann vakandi og segir: „Viltu gjöra svo vel að gefa mér að drekka, Sveinbjörg min.“ Já, segir hún, „en þú ferð nú ekkert á fætur strax, Þorsteinn minn“; fer að vörmu spori fram í búr, en þar var geymdur mjólkurmatur o. fl., sem þurfti kalda geymslu, lætur nýmjólk í könnu og fer að svo búnu upp til Þorsteins. En, er hún kemur þangað er hann örendur. Ró og friður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.