Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 89

Morgunn - 01.06.1976, Page 89
NÚ ER MÉR BATNAÐ í HAESINUM . . . 87 hvíldi á ásjónu hans. Þorsteinn sálugi var svo jarðsunginn í kirkjugarðinum á Bakkagerði nálægt viku eftir andlát hans. Ég ætla, að það hafi verið um 2 vikum eftir útför Þorsteins sáluga, að mig drevmdi það er nú skal greint. Ég svaf þá einn í svonefndu „frammihúsi“, en það var hyggt nokkru síðar en aðalbæjarhúsin og sneri þvert á þau, en tengt þeim með all- löngum gangi:: Mér fannst ég vera staddur í ókunnu um- hverfi, sem ég kannaðist enganveginn við, enda hafði ég mjög litla sýn eftir umhverfið, því myrkur grúfði yfir öllu. Þó hafði ég það á tilfinningunni, fremur en ég greindi það á annan hátt, að þarna væri mikil víðátta, sjóndeildarhringur stór, þótt augu min greindu það ekki vegna myrkurs. Er ég stend þama og hugleiði þetta veiti ég athygli ljósgeisla, í fyrstu örlillum, að mér virtist, en stækkaði brátt og skýrðist. Þetta virtist mér fyrst í firna mikilli fjarlægð. En nú færðist þetta nær mér, stækkaði og dreifðist yfir allstórt svæði, eins og morgunbjarmi, er boðar komu nýs dags. Fljótlega myndast þarna ægibjartur og fagur ljósgeisli, en óvenjulegur að þvi leyti, að ég kenndi ekki neinna óþæginda, þótt ég horfði stöðugt inn í þetta mikla ljóshaf. Nú greindi ég, að það var þarna á ferð maður í hvít- um kyrtli og nálgaðist mig nú fljótlega. Jafnframt þessu fór ég að kenna sterkra áhrifa frá þessu, en það var svo rík un- aðar- og sælukennd, að því fá engin orð lýst. Maðurinn og birtan eru nú komin nærri til mín og þá sé ég, að þarna er nafni minn, Þorsteinn Jónsson á ferð. Eg sá þá, að hann var þarna óumræðilega sæll og glaður og skynjaði þegar, að sú mikla velliðan er nýlega gagntók mig, var frá honum komin. Hann er nú kominn alveg til mín, ásjóna hans ljómaði og hann litur á mig og segir: „Nú er mér batnaS í hálsinum, nafni minn“! Lengri var draumurinn ekki. Ég var þegar glaðvakandi. En svo sterk voru áhrifin, að ég lá lengi i rúmi mínu áður en ég sofnaði aftur, haldinn þeirri sömu kennd, er ég gat um, að ég meðtók í draumnum. Og sem ég lá þarna þessa næturstund var ég sannfærður um það, að ég var ekki einn þarna, þótt ég greindi ekki neitt annað með mínum efnislegu skilningarvitum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.