Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Síða 92

Morgunn - 01.06.1976, Síða 92
90 MORGUNN drauminn, og réðu þau hann öll á sömu leið og ég sjálf. Sólar- hring síðar fékk amma mín mjög hægt andlát. Stuttu eftir lát hennar fór móðursystir mín til útlanda í þriggja vikna ferð, sér til hvíldar og hressingar. En varla var hún aftur komin heim, þegar mig dreymdi annan draum. Þykir mér nú sem ég sé stödd í Iðnaðarbanka íslands, þar sem frænka mín vann og þar sem ég hafði einnig unnið. Þykir mér við báðar ætla í kaffi upp í kaffistofu, sem þar er til húsa, og ætluðum með lyftunni. Ég ýti á hnappinn svo lyftan komi niður og gerir hún það. Dagbjört frænka mín fer inn í lyftuna á undan. En um leið og ég ætla á eftir henni lokast lyftudyrnar með skelli og stígur hún upp. Ég ákveð að bíða næstu ferðar. En þegar lyftan kemur niður aftur og opnast, koma út úr henni nokkrir samstarfsmenn Dagbjartar, klæddir í kjól og hvítt og með pípuhatta. Þeir bera líkkistu á milli sin, fara með hana innfyrir afgreiðsluborðið og leggja hana á skrifborð það, sem Dagbjört hafði til umráða. Við þetta vaknaði ég og leið mjög illa. Skömmu síðar komust læknar að því, að Dagbjört væri með krabbamein. En sá sjúkdómur dró hana að lokum til dauða á besta aldri. Hún lést i Borgarspítalanum í Reykjavík. Vil ég taka það fram hér sérstaklega, að samstarfsfólk hennar í bank- anum sýndi henni framúrskarandi alúð og hjálp í veikindum hennar. Hún þurfti að styðjast við tvo stafi til þess að komast ferða sinna. Svo var af henni dregið undir lokin. Ég nefni þetta sérstaklega, vegna þess sem hér fer á eftir. Skömmu eftir lát Dagbjartar finnst mér ég í draumi vera sótt af einhverjum, sem ég að vísu sá ekki, en skynjaði. Það er tekið í hönd mér og ég svif af stað. Þykir mér ég að lokum koma á stórt sjúkrahús eða hvíldarheimili. Þarna er mér sýnt rúm og þar liggur Dagbjört. Hún virðist vera í eins konar móki og verður því ekki vör við mig. Ég sé þarna lækna og hjúkrunarkonur á ferð fram og aftur. Allt er þarna hvítt, mjög bjart og rúmgott. Næst vissi ég af mér i rúminu minu. Ég var glaðvakandi og draumurinn mjög skýr í huga mér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.