Morgunn - 01.06.1976, Side 97
í STUTTU MÁI.I
95
I gömlu vöruhúsi nálægt Gare de Lion-járnbrautarstöðinni
í París eru aðalstöðvar þeirra. Þessi samtök M.S.F. hafa sent
læknasveitir með flugvélum til afskekktustu afkima hnattar-
ins. Þegar fregnir berast um að nú sé skjótrar hjálpar þörf
bregst M.S.F. við eins og hersveit við árás. Sérstakur vakt-
maður i þröngum húsakynnum þeirra flettir strax upp í
spjaldskránum og setur saman tafarlaust flokk eða sveit, sem
venjulega eru í skurðlæknir, lyflæknir, svæfingalæknir og
hjúkrunarkonur og sjúkraliðar. Með aðstoð skeyta eða símtala
er svo þessum sjálfboðaliðum safnað saman, hvar sem þeir
eru staddir á hnettinum. Ýmis konar hjálparstofnanir annast
svo um greiðslu ferðalcostnaðar og uppihalds til þeirra staða
sem fara skal til, flugfélög gefa fargjöld og auðugir einstakl-
ingar leggja fram fé. Hvers konar tæki, svo sem skurðáhöld,
svæfingatæki, sóttvarnalyf og um 30 tegundir hvers konar
annarra lyfja eru alltaf tilbúin og pökkuð, þegar til þarf að
taka.
Læknar þessara aðdáunarverðu samtaka fá engin laun,
nema þeir þurfi að dvelja á staðnum lengur en þrjá mánuði,
þá fá þeir þó ekki nema um $100 á viku. Hvergi er þeirra
heldur getið persónulega vegna starfa sinna, því samtökin
krefjast algjörrar nafnleyndar. Engu að siður hefur margur
læknirinn fengið starfsbróður í hendur störf sín og brugðist
við fljótt og drengilega hvað eftir annað í slikum neyðartil-
fellum.
Þessar lækningasveitir lifa og matast með sjúklingum sin-
um og lenda iðulega í mannraunum við erfiðar krigumstæður.
Þegar fjallabúar í Peru reyndust tregir til þess að koma til
sjúkratjalda M.S.F.-manna eftir jarðskjálftana 1974, þá gerðu
læknarnir sér lítið fyrir og klifruðust uppí Andesfjöll á múl-
ösnum og hestum til þess að komast til hinna særðu.
Það er eitilhörð regla þein-a að sýna strangasta hlutleysi.
Enda hefur engin þjóð hafnað hjálp þeirra af pólitískum ástæð-
um. I Vietnam og Angola-styrjöldunum buðu M.S.F. sam-
tökin hverjum hjálp sína sem þiggja vildi. Ennþá hefur eng-
inn læknir fallið í þessum háskaferðum. Margt óvænt getur