Fréttablaðið - 15.11.2010, Side 2

Fréttablaðið - 15.11.2010, Side 2
2 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR ÞJÓÐKIRKJAN Lagt var til á Kirkjuþingi í gær að leggja niður fimm prestsembætti í sparnaðarskyni. Þá á að selja eignir fyrir 120 milljónir. Rekstrar- áætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir um tíu prósent niðurskurði í almennum rekstri. Heildartekjur Þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2011 eru áætlaðar 3,5 milljarð- ar króna. Áætlaðar greiðslur til Þjóðkirkjunnar lækka um 330 milljónir króna á milli áranna 2010 og 2011 eða um 8,6 prósent ef miðað er við fjárlög 2010. Búið er að ákveða að leggja niður Holtspresta- kall og Kálfafellsstaðarprestakall í febrúar og maí 2011, en þau eru bæði í Suðurprófastsdæmi. Þá er lögð til lækkun launakostnaðar starfs- manna biskups Íslands og kirkjumálasjóðs sem samsvarar fækkun um 5,2 stöðugildi og námsleyfi presta verða þrír mánuðir á árinu 2011 í stað 36 mánaða árið 2009. Þær eignir sem reynt verður að selja eru aðal- lega jarðir. Útlit er fyrir að 26 jarðir verði seldar, flestar í Suðurprófastsdæmi og Kjalarnesprófasts- dæmi. Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Bisk- upsstofu, sagði í viðtali við RÚV í gær að margar minni sóknir ættu í fjárhagserfiðleikum, en kirkju- sóknir á Íslandi eru 273 talsins. - shá Kirkjuþing fjallar um 330 milljóna króna niðurskurð á næsta ári: Fækka prestum og selja eignir HART Í ÁRI Kirkjan þarf að grípa til stórtækra aðgerða til að ná endum saman. HEILBRIGÐISMÁL Forvarnarteymið Gróska í Grafarvogi ætlar að senda frá sér kvörtunar- bréf til borgaryfirvalda, Sambíóanna og Egils- hallar vegna nammibars í nýja Egilshallar- bíóinu. Sameiginlegur inngangur er fyrir þá sem ætla í bíó og þá sem stunda íþróttir í höllinni. Nammibarinn er á fyrstu hæðinni og allir geta notað hann, hvort sem þeir ætla í bíó eða ekki. Þetta telur forvarnarteymið ekki vera við hæfi, enda margir krakkar sem ganga um þetta svæði og líta nammibarinn girndaraug- um á leið sinni á og af æfingum. „Allir sem koma inn í Egilshöll, hvort sem þeir eru að fara í bíó eða að stunda íþróttir, ganga beint inn í sælgætisbarinn, popplykt- ina og allt sem þessu fylgir. Það er algjörlega fráleitt að setja þetta svona upp,“ segir Hera Hallbera Björnsdóttir frístundaráðgjafi. „Þetta er íþróttamannvirki og þarna eru börn að koma á íþróttaæfingar. Þarna er líka frístundaheimili fyrir fötluð börn og þess- ir aðilar þurfa að fara þarna í gegn. Við erum búin að heyra óánægjuraddir vegna þessa. Foreldrar eru í vandræðum með að ná börnun- um sínum þarna í gegn,“ segir hún. Forvarnarteymið vill helst að nammibarinn verði fluttur upp á aðra hæð, þar sem bíóið er, rétt eins og raunin er í Smárabíói. „Við erum hins vegar mjög ánægð með bíóið. Það er bara fyrirkomulagið á sjoppunni sem við erum ósátt við,“ segir Hera. - fb Forvarnarteymið Gróska í Grafarvogi kvartar yfir nýju bíói í Egilshöll: Nammibar freistar barna á leið á æfingar NAMMIBARINN Forvarnarteymið Gróska í Grafarvogi er óánægt með staðsetningu nammibarsins í Egilshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR „Það var rok og viður- styggilegur kuldi. Við þurftum að labba illa klæddir og kvefaðir út í HR því miðstöðin í bílnum er svo léleg að hún hefur viðhaldið kvef- inu í okkur síðustu daga,“ segir borgarstjórinn Jón Gnarr, sem hefur ekið um á indverskum raf- magnsbíl af gerðinni Reva í starfi sínu síðustu mánuði. Jón segist endanlega hafa gefist upp á bílnum á föstudagskvöld þegar sprakk á honum þar sem hann, ásamt Birni Blöndal aðstoðarmanni sínum, var á leiðinni í Háskóla Reykjavíkur til að vígja þar nýja skólabyggingu. „Auk þess er ekki nægilegur kraftur í bílnum til að drífa upp brekku ef stoppað er í henni, þá þarf maður að bakka niður og taka tilhlaup. Ég sé þetta ekki ganga upp í vetur,“ segir Jón. Hann segist hafa verið ákveðinn í að kynna vistvæna samgöngu- möguleika þegar hann tók við stöðu borgarstjóra í júní síðastliðn- um og ferðaðist því um á vetnisbíl sem borgin fékk að láni fyrstu tvo mánuðina í embætti, eða þar til sá bíll bilaði. „Þá fengum við þennan rafmagnsbíl sem Orkuveitan á en var ekkert að nota. Það var voða- lega fyndið fyrst, þangað til fór að kólna,“ segir Jón. Hann býst við að keyptur verði metanbíll sem hafð- ur verði til almennra nota fyrir ráðhúsið. „Þá get ég notað hann líka þegar ég þarf á bíl að halda, sem er reyndar ekkert mjög oft. Þessi gamli háttur, að borgarstjór- inn hafi embættisbíl og bílstjóra, er dauður.“ Sighvatur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Northern Lights Energy sem flytur inn Reva-raf- magnsbíla, segist hafa hlegið þegar hann heyrði af umkvörtun- um borgarstjórans. Þessi ákveðna gerð hafi verið flutt inn til landsins af öðrum aðilum í gegnum norska umboðsaðila, en það hefði aldrei átt að gerast. „Það voru flutt inn um fimm stykki af þessari ákveðnu gerð, sem byggir á margra ára gamalli tækni og hefur ekki sömu gerð af rafhlöðum og eru í öllum nýjustu rafmagnsbílunum. Reva hefur hins vegar hannað mjög góða bíla sem ætlunin er að markaðssetja á þessu ári. Mér þykir dálítið kjánalegt af borgarstjóra sem vill vera grænn að nýta sér svo gamla tækni, að vera á gamalli dollu sem hann kvartar svo undan,“ segir Sighvat- ur. kjartan@frettabladid.is Rafbíllinn fyndinn þar til fór að kólna Borgarstjórinn Jón Gnarr segist hafa gefist upp á indverskum rafbíl og vill nú að keyptur verði metanbíll til almennra nota fyrir ráðhúsið. Innflytjandi rafmagnsbíla gagnrýnir Jón fyrir að nýta sér ekki nýjustu tækni í slíkum bílum. RAFMAGNSBÍLL Jón Gnarr borgarstjóri segir vel koma til greina að draga rafmagnsbíl- inn aftur fram í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auk þess er ekki nægilegur kraftur í bílnum til að drífa upp brekku ef stoppað er í henni, þá þarf maður að bakka niður og taka tilhlaup. JÓN GNARR BORGARSTJÓRI LÖGREGLUMÁL Maður um fertugt réðst inn í verslun Krónunnar við Reykjavíkurveg í Hafnar- firði á laugardag vopnaður hnífi. Ræninginn heimtaði peninga af afgreiðslufólki og ógnaði fólki í versluninni með hnífnum. Maðurinn hafði dálítinn ráns- feng upp úr krafsinu og stökk á flótta. Starfsmaður verslunar- innar vildi ekki láta hann kom- ast upp með brotið, hljóp á eftir honum út og sneri hann niður. Hann fékk aðstoð frá viðskipta- vini við að rífa hnífinn úr hönd- um ræningjans. Lögregla kom á staðinn háltíma síðar. Starfsmað- urinn og viðskiptavinurinn gættu ræningjans þangað til. - sh Vopnaður maður yfirbugaður: Hrifsuðu hníf af ræningja Friðrik, eru Norðmennirnir með hreina samvisku? „Ef svo er ekki þá ættu þeir að minnsta kosti að geta þvegið hana.“ Friðrik Weisshappel segir augljóst að hugmyndinni að Café Laundromat-stað í Ósló hafi verið stolið frá sér, en Friðrik er eigandi tveggja slíkra staða í Kaup- mannahöfn og annars sem senn opnar í Reykjavík. ÚTIVERA Um fjögur þúsund manns sóttu Bláfjöll í gær og nutu góð- viðrisins á skíðum. Prýðilegt færi var í fjallinu í gær, heiðskírt og logn. Þetta var fyrsta opnunarhelgin í Bláfjöllum það sem af er vetri, en nokkrum tíðindum sætir að skíðasvæðið opni svo snemma. Í stjórnstöð skíðasvæðanna var góður andi í gær og sagði starfs- fólk í fjallinu að um algjöran draumadag væri að ræða. Gott skíðafæri um helgina: Þúsundir sóttu Bláfjöllin BLÁFJÖLL Prýðilegt skíðafæri var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVÍÞJÓÐ Mona Sahlin, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagði af sér sem formaður flokksins í gær. Sahlin segir að með afsögn- inni vilji hún axla ábyrgð á lélegu gengi í þingkosningunum fyrir tveimur mánuðum. Bandalag jafnaðarmanna og vinstri flokka beið nauman ósig- ur í kosningunum fyrir bandalagi mið- og hægrimanna, en jafn- aðarmenn hlutu þar sína verstu útreið frá árinu 1914. Leit að nýjum formanni hefst á morgun. Nafn Margot Wallström, sem starfar hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York, hefur verið nefnt, eins og nöfn nokkurra fyrrverandi ráðherra jafnaðar- manna. - sh Leitað að nýjum leiðtoga: Mona Sahlin segir af sér MONA SAHLIN Axlar ábyrgð á lélegu gengi flokksins í kosningum. NORDICPHOTOS / AFP LÖGREGLUMÁL Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu var sent að íbúð við Laugaveg 40 á tíunda tímanum í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði þá frá húsinu. Orsök reyksins var glóð við rafmagnstengil í risíbúð, en umbætur standa þar yfir. Íbúð- in var mannlaus þegar að var komið. Slökkvilið var enn við störf þegar blaðið fór í prentun. - shá Allsherjar útkall slökkviliðs: Mikinn reyk lagði frá risíbúð SPURNING DAGSINS Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.