Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 40
 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR28 sport@frettabladid.is SIGFÚS SIGURÐSSON skoraði eitt mark með sínu nýja liði, Emsdetten, er það vann óvæntan sigur á toppliði Minden í þýsku B-deildinni í handbolta. Sigfús gekk í raðir félagsins í síðustu viku enda á þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, í miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna.. Ég stefni á að verða einn af fimm bestu markvörðum heims. Þarna fæ ég að spila með bestu mönnum heims. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B UR S TAGERÐ I N ÍS L E N SKUR I Ð N AÐ U R HANDBOLTI Landsliðsmarkvörð- urinn Björgvin Páll Gústavsson mun í dag skrifa undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildar- félagið Magdeburg. Björgvin Páll mun ganga í raðir félagsins næsta sumar og mun því klára tímabil- ið með svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen. „Ég var í viðræðum við tvö frá- bær úrvalsdeildarlið. Hitt liðið vildi fá mig 2012 en Madgeburg vill fá mig næsta sumar. Ég tel mig vera tilbúinn til að fara í úrvals- deildina núna og var ekki til í að bíða í eitt ár í viðbót. Þannig að ég mun semja við Magdeburg og er mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin Páll við Fréttablaðið í gær. Magdeburg er fornfrægt félag og með sterkar tengingar til Íslands. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið á sínum tíma og gerði það að Evrópumeisturum er Ólafur Stefánsson lék með liðinu. Sigfús Sigurðsson var einnig á mála hjá félaginu sem og Arnór Atlason. Félagið var í miklum fjárhags- vandræðum en hefur unnið sig úr þeim og leiðin liggur upp á við. Fjárhagsstaðan er aftur orðin góð og félagið er smám saman að byggja upp sterkt lið á nýjan leik. Magdeburg er í áttunda sæti í þýsku úrvalsdeildinni sem stend- ur. „Ég vildi fara í lið þar sem ég fæ að spila mikið. Þetta er félag á uppleið og ég mun fá að spila mikið þarna. Það er hollenskur mark- vörður til staðar og við munum skipta tímanum á milli okkar. Ég tel að þetta sé hárrétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég hef viljað taka rétt skref fram á við á mínum ferli en þau mega ekki vera of stór. Ég þarf að spila og vaxa sem markvörður. Þetta er lið í efri hluta deildarinnar og mun bara styrkjast á næstu árum,“ sagði Björgvin Páll sem orðinn er 25 ára gamall. Björgvin Páll á sér háleita drauma og hefur verið óhræddur við að gefa út markmið sín. „Ég ætla að verða einn af bestu markvörðum heims. Þarna fæ ég að spila gegn bestu mönnum heims og stefnan er að festa sig í sessi sem markvörður í þýsku úrvals- deildinni. Allt frá því ég var 14 ára gamall hef ég sett stefnuna á að verða einn af fimm bestu í heimi. Með því að gefa út markmið mín kemur meiri pressa og ég vil hafa það þannig. Ég er berjast fyrir þessu mark- miði á hverri einustu æfingu,“ sagði Björgvin Páll. „Ég tel mig vera á réttri leið. Það eru mjög fáir markverður á mínum aldri sem eru komnir þetta langt og með þá reynslu sem ég hef. Menn eru venjulega að toppa eftir þrítugt og ég á enn mörg ár í það.“ Björgvin segist hækka lítillega í launum við það að fara til Þýska- lands en hann er með góðan samn- ing hjá Kadetten. „Ég er ekki að horfa bara á samningana heldur framtíð mína. Ég hefði verið áfram hér næstu tíu árin ef ég væri bara að hugsa um peninga og að hafa það huggulegt.“ Björgvin til Magdeburg Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg þar sem Íslendingar hafa gert garðinn frægan. Björgvin ætlar sér að verða einn af fimm bestu markvörðum heims. Á RÉTTRI LEIÐ Landsliðsmarkvörðurinn magnaði mun spila í þýsku úrvalsdeildinni næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann tvö- falt á Iceland International-mót- inu um helgina. Hún vann ein- liðaleikinn og tvíliðaleikinn með Katrínu Atladóttur. Ragna mætti Anitu Raj Kaur frá Malasíu í úrslitum í einliða- leik og vann í tveim lotum, 21-17 og 21-18. Ragna og Katrín lögðu Tinnu Helgadóttur og Erlu Björg Haf- steinsdóttur í úrslitum tvíliða- leiksins í tveim lotum, 21-14 og 21-13. Daninn Kim Bruun vann ein- liðaleik karla en hann lagði landa sinn, Jacob Damsgaard Eriksen, í úrslitaleiknum. - hbg Iceland International: Tvöfalt hjá Rögnu SIGURSÆL Ragna er hér með Katrínu Atladóttur en þær unnu tvíliðaleikinn saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR HANDBOLTI Eftir ellefu leiki í röð án taps kom að því að Rhein- Neckar Löwen tapaði leik undir stjórn Guðmundar Guðmundsson. Flensburg lagði Löwen, 32-31, í fyrsta leik sínum undir stjórn Svíans Ljubomir Vranjes. Leikurinn var æsispennandi allt til enda en leikmenn Löwen héldu ekki út. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Löwen og Róbert Gunnarsson var á bekknum eins og vanalega. Lærisveinar Dags Sigurðsson- ar í Fuchse Berlin unnu góðan sigur á Friesenheim, 36-32, þar sem Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Berlin. Löwen og Berlin hafa bæði 19 stig í þriðja og fjórða sæti deild- arinnar. - hbg Löwen tapaði fyrir Flensburg: Fyrsta tap Guðmundar RÓLEGUR Ólafur lét sér nægja að skora eitt mark í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson og félagar í Strömsgodset urðu í gær bikarmeistarar er þeir lögðu Follo, 2-0, í úrslitaleik. Garðar byrjaði á bekknum en fékk að leika síðustu fjórar mín- útur leiksins. Follo er B-deildarlið og Ösku- buskuævintýri þeirra í bikarnum fékk ekki hinn fullkomna endi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Noregsmeistara Rosenborg á leið sinni í úrslitaleikinn. - hbg Norski boltinn: Garðar bikar- meistari BIKARMEISTARI Garðar fagnar hér í landsleik en hann fagnaði með Ströms- godset í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FORMÚLA 1 Hinn 23 ára gamli Þjóð- verji, Sebastian Vettel, varð í gær yngsti heimsmeistarinn í Formúlu 1 frá upphafi. Hann vann þá loka- mótið í Abu Dhabi og sigurinn þar dugði honum til þess að verða heimsmeistari. Mikil spenna var í mótinu en alls áttu fjórir ökumenn möguleika á heimsmeistaratitlinum en það hefur aldrei gerst áður fyrir loka- mót. Fernando Alonso stóð best að vígi fyrir mótið en hann varð að sætta sig við sjöunda sætið í gær. Hann varð því annar í keppni ökumanna. Mark Webber varð þriðji en hann náði aðeins áttunda sætinu í Abu Dhabi. Lewis Ham- ilton varð annar í gær og endaði í fjórða sæti í keppni ökumanna. Vettel grét af gleði í bíl sínum þegar ljóst var að hann hefði unnið titilinn. „Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Við misstum aldrei trúna á liðið og bílinn okkar. Ég hafði svo alltaf trú á sjálfum mér. Ég er orðlaus. Bíllinn var frábær í dag,“ sagði Vettel. - hbg Þjóðverjinn ungi, Sebastian Vettel, ók best allra í spennuþrungnu lokamóti: Yngsti heimsmeistari sögunnar MEISTARINN Vettel lyftir hér bikarnum í Abu Dhabi í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.