Fréttablaðið - 16.11.2010, Page 2

Fréttablaðið - 16.11.2010, Page 2
2 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Stoðtækja- og gervilima- framleiðandinn Össur hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöll- inni. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, býst við að afskráningin gangi í gegn á næstu vikum. Við hana missir Kauphöllin sitt langstærsta félag. Össur hyggst leggja áherslu á skráningu í Nasdaq OMX kauphöll- ina í Kaupmannahöfn. Félagið er nú skráð í báðar kauphallirnar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar (NASDAQ OMX á Íslandi), segir beiðni Össurar vond tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfa- markað og efnahagslíf. Beiðnin sýni vel hversu skaðleg áhrif gjaldeyris- höft hafa á efnahagslífið og þeim mun meiri eftir því sem höftin séu lengur til staðar. „Við munum fara vandlega yfir málið hjá okkur sam- kvæmt okkar verklagsreglum, sem eru fastmótaðar þegar kemur að óskum um afskráningu. Í því ferli er litið sérstaklega til hagsmuna smærri fjárfesta,“ segir Þórður. Forstjóri Össurar áréttar að fyr- irhuguð breyting nái bara til skrán- ingar hlutabréfanna, starfsemin hér hafi verið að aukast og ekki sé von á breytingum þar á. „Það er alveg ljóst að með krónuna og gjaldeyris- höftin er mjög erfitt að reka alþjóða- fyrirtæki á Íslandi,“ segir Jón, en lætur ósagt hvort aðrar aðstæð- ur hefðu einhverju breytt um beiðni félagsins nú. „En laga- og reglusetning hefur verið óhagfelld fyrir alþjóðafélög á Íslandi, það er ekki nokkur spurning.“ Össur hefur verið skráð í íslensku kauphöllina frá árinu 1999 og er eitt stærsta iðn- fyrirtæki landsins. Fyrir helgi nam virði félagsins 37 prósentum af heildarvirði félaga Kauphallarinnar. Afskráningu nú segir Jón vera rökrétt skref fyrir félagið og ákvörð- unin sé tekin með þrönga hagsmuni félagsins í huga. „Meirihluti hluthafa er erlendur og 99 prósent af tekjum félagsins eru í útlöndum,“ segir hann og bendir á að félagið hafi feng- ið mjög góðar viðtökur á danska markaðnum á því rúma ári sem félagið hefur verið skráð þar. „Við metum það sem svo að viðskiptamagnið sé ekki til skipt- anna fyrir þessa tvo markaði.“ Jón segir ekkert launungarmál að erlendir hluthafar félagsins hafi verið meira áfram um breytinguna en þeir íslensku. Breytingin fyrir íslenska hlutahafa sé hins vegar engin. „Bréfin verða skráð í dönsk- um krónum í stað íslenskra. Og Íslendingar sem selja bréf sín hafa þá skilaskyldu gagnvart gjaldeyris- lögunum,“ bætir hann við, en kveður það þó litlu breyta, því fyrir breytingu fái þeir bara krónur fyrir hlut sinn hvort eð er. olikr@frettabladid.is 5% Markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöll Íslands* ■ Sláturfélag Suðurlands (B) ■ Nýherji ■ Atlantic Airways ■ Hampiðjan ■ Century Aluminum ■ Eik Banki ■ Atlantic Petroleum ■ Grandi ■ Icelandair ■ BankNordik ■ Marel ■ Össur *föstudaginn 12. nóvember 2010 0% 1% 1% 1% 1%1% 5% 6% 14% 37% 28% Stærsta félagið segir skilið við Kauphöllina Þróunin hefur verið óhagfelld fyrir alþjóðafélög, segir forstjóri Össurar. Beiðni um afskráningu félagsins var send Kauphöll í gær. Hlutafé verður skráð í Dan- mörku og í dönskum krónum. Íslendingar sem selja bréf sín verða skilaskyldir. JÓN SIGURÐSSONÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FÓLK „Það sem um ræðir er að maður keypti hér íbúð og þar býr sonur hans og tengdadóttir á fer- tugsaldri ásamt þremur litlum börn- um, öllum innan þriggja ára,“ segir hússtjórn Skipalóns 16 til 20 í Hafn- arfirði í bréfi til Fréttablaðsins. Með bréfinu leiðréttir hússtjórnin þá missögn blaðsins að það sé sautj- án ára piltur, leigjandi íbúðar föður síns í húsinu, sem húsfélagið vilji að flytji út vegna þess að kvöð sé á öllum íbúðunum um að eigendur og leigjendur séu orðnir að minnsta kosti fimmtíu ára. Hússtjórnin segir að aldrei nokkurn tíma hafi stað- ið til að amast við því að fólk yfir fimmtíu ára í blokkinni hefði með sér börn sín – á hvaða aldri sem þau eru. „Okkur, sem keyptum hér íbúð- ir, sem eru með þeirri þinglýstu kvöð að þær séu sérstaklega ætlað- ar fimmtíu ára og eldri, þótti þetta ekki vera í samræmi við okkar væntingar, enda íbúðirnar mun dýrari en aðrar sambærilegar á þeim tíma einmitt vegna þessarar kvaðar. Og til þess að þetta myndi ekki hafa fordæmisgildi og smám saman yrði hér fullt af ungu fólki með börn, þá var leitað álits Kæru- nefndar húsamála,“ segir hússtjórn- in um málið um smábarnafjölskyld- una fyrrnefndu. - gar Smábarnafjölskyldu en ekki táningi meinað að búa í blokk fyrir 50 ára og eldri: Óttast að blokkin fyllist af barnafólki SKIPALÓN 16-20 Foreldrar með tveggja ára tvíburasystur og fjögurra ára dreng eru á leið úr þessu húsi sem ætlað er fimmtíu ára og eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Friðfinnur, er Vegagerðin á villigötum „Ég myndi vilja koma henni til betri vegar.“ Friðfinnur K. Daníelsson, forstjóri Alvarrs ehf., gagnrýnir Vegagerðina fyrir að taka tilboði fyrirtækisins Geotækni hf. í borun rannsóknarhola á Vaðlaheiði. Friðfinnur segir Geotækni í raun lepp fyrir Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða. ALÞINGI Þingkonurnar Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Arndís Soffía Sigurðardótt- ir VG, varamaður Atla Gíslason- ar, hafa lagt fram samtals fimm fyrirspurnir til þriggja ráðherra vegna eldgosanna í Eyjafjalla- jökli og á Fimmvörðuhálsi. Þær vilja vita hvað stjórnvöld hafa gert til að mæta því fjárhags- tjóni sem hlaust af gosunum og hvernig þau hyggjast fyrirbyggja að frekara tjón verði. Ráðherrarnir sem eru spurðir eru forsætis-, samgöngu- og land- búnaðarráðherra. - bþs Vandamál vegna eldgosa: Hvernig á að fyrirbyggja frekara tjón? KÍNA, AP Tugir slökkviliðsbíla voru notaðir til að slökkva eld í 28 hæða fjölbýlishúsi í Sjanghaí í Kína. Síðdegis í gær var ljóst að í það minnsta 42 fórust og tugir manna slösuðust í eldsvoðanum. Byggingaverkamenn hafa und- anfarið unnið að endurbótum á húsinu og notaði fjöldi fólks sér vinnupalla til að flýja undan eld- inum. Reynt var að nota þyrlur til að bjarga fólki úr húsinu, en reykjarmökkurinn torveldaði það starf svo þyrlurnar urðu fljótlega frá að hverfa. Slökkvistarfinu lauk að mestu á fjórum klukkustundum. - gb Eldur í skýjakljúf í Kína: Margir flúðu út á vinnupallana ELDUR Í KÍNA Slökkvistarfið tók fjórar klukkustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Svokölluð rýnivinna Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær, en hún felst í því að lög- gjöf Íslands og Evrópusambands- ins er borin saman og rækilega farið yfir það hvað ber á milli. Á fundinum í gær kynntu sér- fræðingar Evrópusambands- ins löggjöf fimmta kaflans, sem snýst um opinber innkaup, fyrir Íslendingum. Þessi kafli er hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og hefur Ísland þegar tekið upp löggjöf Evrópu- sambandsins á þessu sviði. - gb Rýnifundir hafnir í Brussel: Aðildarviðræð- ur undirbúnar FJÁRMÁL „Dráttur á sölu Sjóvár á sér eðlilegar skýringar sem Seðlabankinn getur ekki tjáð sig um opinberlega að svo stöddu,“ segir í yfirlýs- ingu Seðla- banka Íslands. Bankinn segir upplýs- ingar í frétt- um Stöðvar 2 á föstudag um sölu á Sjóvá ekki réttar. „Sagt er að inn í söluferli Eigna- safns Seðlabanka Íslands ehf. og annarra eigenda Sjóvár hf. flétt- ist persónulegar deilur seðla- bankastjóra og eins af forsvars- mönnum hugsanlegra kaupenda. Seðlabankastjóri kannast ekki við þessar deilur og myndi auk þess aldrei láta ágreining um peningastefnu hafa áhrif á emb- ættisfærslu sína. Fullyrðingar um slíkt fela í sér ærumeiðandi ummæli,“ segir í yfirlýsingunni. - gar Dráttur á sölu Sjóvár: Engin skýring að svo stöddu MÁR GUÐMUNDSSON Markarfljót fært til austurs Ósar Markarfljóts verða færðir tvo kílómetra til austurs, samkvæmt aðgerðum sem samgönguráðherra samþykkti til að bjarga Landeyja- höfn. Samið verður við Íslenska gámafélagið um að dýpka höfnina. Keyptur verður plógur sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum notar til að draga efni út úr innsiglingu Landeyjarhafnar. Heildarkostnaður er áætlaður um 180 milljónir króna í vetur. SAMGÖNGUR SPURNING DAGSINS 100% íslensku r ostur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 1 0 -1 9 4 3 LÖGREGLUMÁL Ólafur Þórðarson tónlistarmaður ligg- ur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir höfuð- áverka sem sonur hans veitti honum á sunnudag. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, hefur játað að hafa ráðist á föður sinn og var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Árásina gerði Þorvarður á heim- ili Ólafs í Þingholtunum í Reykjavík. Framburður vitna leiddi til handtöku Þorvarðar og konu sem með honum var. Konunni var síðar sleppt. Þorvarður sem er 31 árs gamall á sakaferil aftur til ársins 1998 og hefur meðal annars hlotið átján og fimmtán mánaða fangelsisdóma. Meðal afbrota sem hann er dæmdur fyrir eru fjórar líkamsárásir, fíkni- efnasala og ólöglegur vopnaburður. Þorvarður var látinn laus úr fangelsi til reynslu í sumarlok. Ólafur Þórðarson er landsþekktur tónlistarmað- ur allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Hann er meðlimur í hinu ástæla Ríó Tríói sem enn er starf- andi og hefur að undanförnu verið með tónleika eftir nokkurt hlé. Ólafur hefur að auki fengist við mörg önnur störf og er meðal annars dagskrárgerðarmað- ur á Rás 1 á Ríkisútvarpinu. - gar Dæmdur ofbeldismaður og dópsali gekk í skrokk á föður sínum á sunnudag: Ólafur Þórðarson er þungt haldinn ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Varð fyrir árás sonar síns á sunnudag og liggur alvarlega slasaður á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.