Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 22
16. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tíska og lífstíll
Kírópraktstofa Íslands var opnuð í
byrjun þessa mánaðar í Sporthús-
inu í Kópavogi. Þar ræður Magni
Bernhardsson kírópraktor húsum
en hann er eini kírópraktorinn á
landinu sem notar digital-röntgen-
tæki. Öll greiningarvinna með nýju
tækjunum fer fram á tölvuskjá
fyrir framan viðskiptavininn sem
fær strax greiningu á sínum vanda
eftir um það bil klukkustund. Í
fyrsta tímanum er tekið ítarlegt
viðtal, hreyfi-og stöðugreining er
gerð, mynd tekin og hnykkt í lokin
ef þess er þörf. Fólk fær líka góð
ráð til að geta hjálpað sér sjálft.
Magni starfaði í tólf ár sem
einkaþjálfari áður en hann flutti
til Bandaríkjanna til að nema kíró-
praktík og er nú kominn með dokt-
orsgráðu eftir sex ára háskólanám.
Hann er sérhæfður í íþróttameiðsl-
um, þar á meðal golfmeiðslum.
- gun
Ný kírópraktstofa
Magni er fyrsti og eini kírópraktorinn á
landinu sem notar digital-röntgentæki.
Nýjasta lína Ninu Ricci, eftir
hönnuðinn Peter Copping, gaf
til kynna stelpulegt og frísklegt
sumar á næsta ári. Frískur og
léttur kvenleiki var í hávegum
hafður með fallegum blúndum,
satíni og siffoni í fallegum bláum,
bleikum og gulum lit sem minntu
um margt á málverk eftir Monet.
Copping blandaði saman
hinu praktíska og því
skemmtilega í hönnun
sinni og setti upp
mynd af hinni
vinnandi konu
sem ávallt er
tilbúin í hvað
sem er, hvort
sem það er
viðskiptafundur
eða að ganga
úti á fallegum
sumardegi. Nýjasta
lína Ninu Ricci
er eitthvað til að
hlakka til fyrir næsta
sumar.
Fallegir og
frískir litir
Sumarið 2011 er prakt-
ískt en skemmtilegt hjá
Ninu Ricci.
● EMMA WATSON MEÐ NÝJA TÍSKULÍNU Leik-
konan Emma Watson, sem þekktust er úr Harry Potter
myndunum, lætur ekki deigan síga, þó Potterævintýrið sé á
enda. Hún sækir nám við Brown-háskóla og setti á mark-
að síðastliðið vor tískulínu undir merkjum People Tree.
Hún stefnir nú á aðra tískulínu þar sem fötin verða öll
búin til úr umhverfisvænum efnum og á umhverfisvæn-
an máta. Félagi hennar að þessu sinni er engin önnur
en ítalska tískudrottningin Alberta Ferretti. Þær sækja
innblástur frá leikkonunni og söngkonunni Jane Birkin.
Nafn tískulínunnar hefur ekki verið gert opinbert.
Línan mun verða í klassískum stíl en fyrstu flíkurnar
verða kynntar til leiks skömmu eftir jólin.
Árleg tískusýning undirfatafyr-
irtækisins Victoria‘s Secret var
haldin með pompi og prakt á
dögunum. Mikið var lagt í sýn-
inguna, þrátt fyrir að þemað hafi
verið „minna er meira“. Margar af
þekktustu fyrirsætum heims tóku
þátt í sýningunni, þar á meðal
Adriana Lima sem skartaði hvorki
meira né minna en 2 milljóna
dollara brjóstahaldara, gerðum
úr 60 karata demöntum og 82
karata safírum og tópassteinum.
Það er spurning hvort „minna
er meira“ hafi átt við í þessu
tilfelli og getur hver dæmt fyrir
sig, en sýningin verður sýnd á
sjónvarpstöðinni CBS í lok þessa
mánaðar.
Minna er meira?
Það er ekki á allra færi aðvera í
brjóstahaldara eins og þessum.