Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 23.11.2010, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 16 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Matardiskurinn stærri 2 Hreyfing er hvers konar vinna beinagrindarvöðva sem eykur orkunotkun umfram það sem gerist í hvíld. Hún nær því yfir nánast allar athafnir daglegs lífs. Miðlungserfið hreyfing er hreyfing sem krefst þrisvar til sex sinnum meiri orkunotkunar en í hvíld en erfið hreyfing er hreyfing sem krefst meira en sex sinnum meiri orkunotkunar en í hvíld. „Ég tek heilbrigðu skynsemina á þetta, enda þarf að taka tillit til forsendna hve ráðgjafi. Rakel Sif Sigurðardóttir næringarráðgjafi aðstoðar fólk með alls kyns vandamál í gegnum netið. Jólagjafir og jólaskraut og jóladúkar Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Basel Sófasett 3+1+1 Verð frá 360.900 krÍslenskir sófarYfir 90 mismunandi gerðir.Mál og áklæði að eigin vali. Borð í úrvali Verð frá 24.500 kr Borðstofustólar - Verð frá 12.900 kr híbýli og viðhaldÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 20102 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Híbýli og viðhald veðrið í dag 23. nóvember 2010 275. tölublað 10. árgangur VEL HEPPNUÐ TILRAUN Unnið er að því að ganga frá þaki hússins á Lækjargötu 2 sem fór illa í eldi 18. apríl 2007. Til verksins nota steinsmiðirnir íslenskt blágrýti, eða svokallað stuðlaberg, úr Hrepphólahnjúkum í landi óðalsjarðarinnar Hrepphóla í Hrunamannahreppi. Steinsmiðja S. Helgasonar sagaði blágrýtið niður og segir Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að stuðlaberg hafi ekki verið notað með þessum hætti áður. Hugmyndin er komin frá arkitektum hússins, stofunum Gullsniði, Stúdíó Granda og Argos, og er „vel heppnuð tilraun,“ að mati Stefáns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í takt við breytta tíma... Frábær opnunartilboð! FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI FRÓÐLEIKUR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Potts vill bjór Óperusöngvarinn Paul Potts er ekki kröfuharður en vill þó íslenskan bjór eftir tónleikana í Laugardalshöll. fólk 38 Lögfræðinga víða þörf Guðmundur Sigurðsson er nýr forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. tímamót 20 Rakel Sif Sigurðardóttir Aðstoðar fólk við að tvinna heilsusamlegri lifnaðarhætti inn í líf sitt. allt 1 BJART SYÐRA Í dag verða víðast norðan 3-8 m/s. Skýjað N- og A-til með stöku éljum en bjart syðra. Frost víðast 0-10 stig. VEÐUR 4 -1 -4 -4 0 1 FÉLAGSMÁL Þrýstingur frá þing- mönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneyt- ið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðar heimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu. „Hef áhyggjur af því að klára málið með öllum þessum útgjöld- um fyrir BVS [Barnaverndarstofu] í andstöðu við forstjóra stofnunar- innar. Af hverju erum við að borga meira en 30 milljónir umfram skyldu? Hvers vegna? Jú – vegna sanngirnissjónarmiða og þrýst- ings frá kjördæmisþingmönnum.“ Svo segir í tölvupósti sem Árni Páll sendi á ráðuneytisstjóra sinn, aðstoðarmann og skrifstofustjóra í ráðuneytinu 7. maí. Kristján Þór Júlíusson, þing- maður Sjálfstæðiflokksins úr Norð- austur kjördæmi, sendi tölvupóst á póstlista þingmanna kjördæmisins 29. mars. Þar segir: „Sæl og blessuð. Ég var að ræða við Hákon í Árbót áðan. Skemmst er frá því að segja að ekkert nýtt er að frétta af þeirra málum annað en Barna verndar- stofa sendir bara nýja unglinga til þeirra í vist. Þessu verður endi- lega að koma í annan og betri far- veg því þetta leggst alltaf þyngra og þyngra á blessað fólkið. Treysti því að Steingrímur komi þessu í höfn.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði málið eðlilegt á Alþingi í gær. Eftir að Barna- verndarstofu hefði mistekist að ná lendingu í málinu hefði hún óskað eftir aðkomu félagsmálaráðuneytis- ins í marslok og við því hefði verið brugðist. Það sama kom fram í fréttatilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu í gær. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar ótvírætt að samninga- viðræður á milli Steingríms, félags- málaráðuneytisins og Árbótarhjóna voru farnar af stað í byrjun janúar, viku eftir að Barnaverndar stofa sagði þjónustusamningnum upp með samþykki félagsmálaráðu- neytisins. Það var síðan ekki fyrr en for- stjóri Barnaverndarstofu var beð- inn um að óska eftir því að félags- málaráðuneytið tæki við málinu í marslok sem málið færðist form- lega yfir á forræði ráðuneytisins Ekki náðist í Árna Pál Árnason í gær. - sh, th / sjá síðu 6 Létu undan þrýstingi kjördæmisþingmanna Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til Árbótar- hjóna. Samningaviðræður hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld fullyrða. Njarðvík enn í fallsæti Keflavík vann góðan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. sport 32 Treysti því að Stein- grímur komi þessu í höfn. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON ALÞINGISMAÐUR KAMBÓDÍA Að minnsta kosti 345 létust og 450 slösuðust í troðningi sem varð á þröngri brú í Phnom Pehn, höfuðborg Kambódíu, í gær en þar var verið að fagna lokum vatnahátíðar. Khieu Kanharith, upplýsinga- ráðherra Kambódíu, sagði að flestir hefðu kafnað eða látist vegna innvortis meiðsla. Ekki var vitað með vissu í gær hvað olli troðningnum. - kh Hörmungar í Kambódíu: Mörg hundruð tróðust undir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.