Fréttablaðið - 23.11.2010, Qupperneq 4
4 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
UTANRÍKISMÁL Japönsk stjórnvöld
hafa óskað eftir auknu samstarfi
við Íslendinga um nýtingu jarð-
hita. Japanar hafa ákveðið að
verja gríðarlegum fjárhæðum
til að byggja upp endurnýjanlega
orkugjafa í þróunarlöndunum, að
sögn Össurar Skarphéðinssonar
utanríkisráðherra.
Össur var í Tókýó í síðustu viku
þar sem hann hélt fyrirlestur
á stórri jarðhitaráðstefnu sem
Ísland og Japan héldu sameigin-
lega í Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna.
„Japanar eru framarlega í
notkun háhita til að framleiða
raforku en það kom mér á óvart
hversu miklir möguleikar eru á
ákveðnum svæðum í Japan til að
koma upp hitaveitum að íslenskri
fyrirmynd,“ segir Össur. Hann
segir nokkur af stóru verkfræði-
og orkufyrirtækjum Japana þegar
hafa lýst vilja skriflega til að fá
íslensk verkfræðifyrirtæki til liðs
við sig í því skyni að hitaveitu-
væða nokkrar borgir í Japan.
Tilgangur Japansferðarinnar
var einnig að ræða við opinbera
sjóði og ráðuneyti sem veita
ábyrgðir til að liðka fyrir fjár-
festingum. Er þá átt við kaup
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á
túrbínum sem notaðar hafa verið
við jarðhitavinnslu. Össur segir
fjármögnun hafa verið erfiða
eftir bankahrunið.
„Það er óhætt að segja að
undirtektir voru góðar, bæði hjá
sjóðum og ráðherrum,“ segir
Össur. Með í för voru fulltrúar
frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR),
þar á meðal Helgi Þór Ingason
forstjóri.
„Þetta gekk ágætlega,“ segir
Helgi. „Þetta er flókið mál að
komast í gegn um og við vorum
spurðir margra spurninga og við
gátum öllum svarað. Ég er mjög
þakklátur ráðuneytinu fyrir góða
frammistöðu og gott skipulag.“
Össur tekur undir orð Helga og
segir menn almennt vera bjart-
sýna á framhaldið. Besta fjár-
festing japönsku sjóðanna væri
að tryggja liðveislu íslenskra sér-
fræðifyrirækja, sem væru fremst
á því sviði.
„Ég átti viðræður bæði við
utanríkis- og iðnaðarráðherra
Japan og í lok ráðstefnudags-
ins lýstu stjórnvöld yfir að þau
myndu óska eftir því við Íslend-
inga að þeir tækju þátt í sérstök-
um vinnuhópi um hvernig best
væri hægt að haga samstarfi Jap-
ana og Íslendinga varðandi nýt-
ingu jarðhita, bæði í Japan og í
þróunarlöndunum,“ segir utan-
ríkisráðherra. sunna@frettabladid.is
Japanar vilja hitaveitu
að íslenskri fyrirmynd
Japanar hafa óskað eftir samstarfi við Íslendinga um jarðhitanýtingu. Utanríkis-
ráðherra og fulltrúar Orkuveitunnar ræddu við japanska sjóði og ráðuneyti til að
liðka fyrir fjárfestingum í túrbínum. Ráðherra er bjartsýnn á framhaldið.
HELGI ÞÓR
INGASON
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
5°
5°
4°
5°
0°
5°
5°
22°
7°
18°
16°
27°
-6°
7°
11°
2°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
FIMMTUDAGUR
3-10 m/s.
5
5
2
3
3
4
6
3
7
3
7
0
0
-4
-2
-4
2
-1
-6
2
4
1
-2 -5
-4
0
-2
-2
-2
-1
-1
-1
VARASÖM HÁLKA
Það verða litlar
breytingar í veðri
næstu daga. Vindur
verður mjög hægur
og víða léttskýjað.
Veður verður því
áfram afskaplega
gott en hins veg-
ar getur myndast
mjög varasöm
hálka við þessar
aðstæður.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
HELLISHEIÐARVIRKJUN Japönsk stjórnvöld hafa óskað eftir íslenskri þekkingu á jarð-
hitanýtingu. Utanríkisráðherra segir menn almennt bjartsýna á framhaldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Umferðarþing 2010
Er hægt að koma í veg fyrir banaslys?
er yfirskrift Umferðarþings 2010
sem haldið verður á Grand hótel í
Reykjavík á morgun. Claes Tingvall,
yfirmaður umferðaröryggisdeildar hjá
Trafikverket í Svíþjóð, er aðalgestur
þingsins. Skráningu á þingið lýkur í
dag.
SAMGÖNGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 22.11.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,2028
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,76 112,3
179,39 180,27
153,54 154,4
20,59 20,71
18,772 18,882
16,376 16,472
1,3389 1,3467
174,36 175,4
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Ókeypis
heyrnarmæling
úrvals
heyrnartæki
og afbragðs þjónusta!
STYTTA AF KRISTI Pólverjar hafa reist
styttu af Kristi sem er þrettán metrum
hærri en styttan fræga í Rio de Janeiro.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PÓLLAND, AP Stærsta Kristsstytta
heims verður innan skamms
helguð almættinu í pólska bænum
Swiebodzin í Póllandi. Pólverjar
segja styttuna stærri en þá
sem trónir yfir Rio de Janeiro í
Brasilíu.
Styttan er rúmur 51 metri á
hæð, sé grunnurinn sem hún
stendur á talinn með, og verður
því heilum þrettán metrum
hærri en styttan í Ríó. Heima-
menn vona að með þessu muni
ferðaþjónusta blómstra í bænum,
meðan aðrir gagnrýna uppátækið
og segja það stríða gegn boðskap
Krists.
Hundruð manna söfnuðust
saman í bænum um helgina og
báðu fyrir því að lokafrágangur
gangi vel fyrir sig. Styttan ber
heitið „Konungurinn Kristur“. - sm
Reisa risastóra Kristsstyttu:
Hærri en stytt-
an í Brasilíu
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Við erum svo
sannarlega að kaupa meiri gæði,
hráefnið hefur verið mjög gott að
flestra mati. En verkefnið hefur
ekki skilað mikilli hagræðingu og
fjárhagslegum ávinningi,“ segir
Ragnhildur Erla Bjarnadóttir,
sviðsstjóri leikskólasviðs í Reykja-
vík og formaður starfshóps sem
skoðar rekstrarhagræðingu í mötu-
neytum skóla í höfuðborginni.
Tilraunaverkefni hefur staðið
yfir frá í september og gengur út
á að samræma innkaup á hráefni
fyrir tíu leikskóla og fjóra grunn-
skóla í vesturbæ Reykjavíkur.
Innkaupastofnun Reykjavíkur sér
um innkaupin. Næringarfræðingur
fylgist með gangi tilraunar innar.
Verkefninu lýkur í næsta mánuði
og verður þá árangurinn metinn.
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs Reykjavíkur, segir
erfitt að meta árangurinn af verk-
efninu, það hafi staðið yfir í stutt-
an tíma auk þess sem september
skekki myndina þar sem skólar
birgi sig þá upp fyrir veturinn.
„En þetta er spennandi verkefni
og sannarlega þess virði að skoða
þetta,“ segir Oddný.
- jab
Lítið sparast við sameiginleg innkaup á mat í skólum í Vesturbæ Reykjavíkur:
Gæðin orðin meiri en áður
KRAKKAR Í MÖTUNEYTI Lítið sparast við
sameiginleg innkaup á mat í nokkrum
skólum. En gæðin eru meiri.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SÁDI-ARABÍA, AP Kona á þrítugs-
aldri lést er bifreið hennar
hvolfdi í Sádi-Arabíu á laugar-
dag. Þrír farþegar létust auk bíl-
stjórans en alls voru tíu manns í
bifreiðinni þegar hún valt. Hinir
farþegarnir sluppu með minni-
háttar meiðsl en voru fluttir á
sjúkrahús til aðhlynningar.
Samkvæmt sádi-arabísk-
um lögum mega konur ekki aka
bíl. Þrátt fyrir það hafa mörg
umferðarslys orðið á undanförn-
um árum þar sem konur hafa
verið ökumenn. - sm
Bílslys í Sádi-Arabíu:
Kvenkyns
ökumaður lést
BERLÍN, AP Írönsk stjórnvöld hafa
sakað tvo blaðamenn frá þýska
blaðinu Bild am Sonntag um
njósnir.
Blaðamennirnir voru hand-
teknir fyrir mánuði en þeir voru
staddir í Íran vegna dómsmálsins
yfir Sakineh Ashtiani, konunni
sem grýta átti til dauða. Írönsk
stjórnvöld segja blaðamennina
hafa skort tilskilin leyfi til að
vera í landinu. Ritstjóri Bild am
Sonntag segir ásakanirnar aftur
á móti út í hött og vill að írönsk
stjórnvöld sleppi blaðamönnunum
undir eins. - sm
Tveir Þjóðverjar í haldi í Írak:
Blaðamenn sak-
aðir um njósnir
JAFNRÉTTISMÁL Femínistafélag
Íslands brýnir mikilvægi þess
að fólk kjósi konur til stjórnlaga-
þings til jafns við karla. Félagið
hefur boðið öllum kvenfram-
bjóðendum til opins húss þar
sem almenningi gefst tækifæri
til að kynnast frambjóðendum,
áherslumálum þeirra og stefnum.
„Sagan hefur sýnt að töluvert
hefur hallað á hlut kvenna í per-
sónukjörum,“ segir í tilkynningu
frá félaginu.
Samkoman verður haldin á
morgun í Hugmyndahúsi Háskól-
anna frá klukkan 17 til 20.
- sv
Konur til stjórnlagaþings:
Opið hús fyrir
frambjóðendur