Fréttablaðið - 23.11.2010, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2010 11
Vilt þú fjárfesta
í ríkisverðbréfum?
Hafðu samband
Sjóðir
sem fjárfesta í verðbréfum útgefnum af
eða með ábyrgð íslenska ríkisins. Hvort sem þú hugsar fjárfestinguna til lengri eða skemmri
tíma þá er lausnin hjá okkur.
Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða.
Stefnir – Ríkisvíxlasjóður 1
Stefnir – Ríkisverðbréfasjóður millilangur 1 Eignayfirlit 30. 10. 2010 2
Eignayfirlit 30. 10. 2010 2
SAMFÉLAGSMÁL BSRB hefur lagt
til við stjórnvöld að komið verði
á fót nýju leigukerfi hér á landi í
anda almenna leigukerfisins í Dan-
mörku. Hús þessi skulu vera í ríkis-
eigu og íbúðir leigðar út á verði
sem sérstök verðlagsnefnd telur
viðráðanlegt. Með því verði einn-
ig sett á fót eins konar öryggisnet
fyrir fjölskyldur sem af einhverj-
um ástæðum hafa ekki aðra kosti.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, segir að með þessu sé
bandalagið að leggja sitt af mörk-
um til að fólk geti leigt húsnæði
sem það ráði við að greiða af.
Nú sé tækifæri, og ekki síður
þörf, til að byggja upp leigumark-
að til lengri tíma til þess að fólk
hafi í raun og veru val um hvort
það vilji leigja eða kaupa sér hús-
næði.
Elín segist ekki óttast að íbúar
þessa kerfis verði stimplaðir með
ósanngjörnum hætti, eins og víða
hafi gerst.
„Við teljum að í þessum leiðum
sé verið að koma í veg fyrir að það
sé einsleitur hópur, því að það er
ekki miðað við tekjur. Við leggjum
einmitt mikið upp úr því að þetta
kerfi verði fyrir hinn venjulega
Íslending sem vill velja það frek-
ar að vera á leigumarkaðnum.“ - þj
BSRB leggur til að tekið verði upp leigukerfi að danskri fyrirmynd:
Vill fleiri valkosti í húnæðismálum
VILL VALKOSTI BSRB hefur lagt fram tillögur um nýtt fyrirkomulag á leigumarkaði þar
sem fólk hafi val um að leigja eða kaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RÚSSLAND, AP Villtir tígrar gætu
dáið út innan tólf ára verði ekki
þegar gripið til aðgerða, að sögn
dýraverndunarsamtakanna World
Wildlife Fund.
Sérfræðingar telja að aðeins um
3.200 villt tígrisdýr séu til í heim-
inum í dag. Í byrjun síðustu aldar
voru dýrin rúmlega 100.000 tals-
ins. Víðtæk eyðing skóga ógnar
tilveru villtra tígra, auk þess sem
veiðiþjófar sækjast eftir feldi
þeirra til sölu á svörtum markaði.
- sm
Villtir tígrar í útrýmingarhættu:
Gætu dáið út
innan tólf ára
TÍGRISDÝR Villt tígrísdýr gætu verið í
útrýmingarhættu.
MYND/BRYNDÍS HJÁLMARSDÓTTIR
ALÞINGI Vegagerðin hefur varið
100 milljónum króna vegna við-
halds og endurbyggingar varnar-
garða og 30
milljónum
vegna lagfær-
inga á vegum
í kjölfar tjóns
vegna eldgoss-
ins í Eyjafjalla-
jökli.
Þetta kemur
fram í svari
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra við
fyrirspurn Arndísar Soffíu Sig-
urðardóttur VG.
Að auki hafa fimmtán millj-
ónir runnið til tengdra verk-
efna á borð við sáningu til að
hefta öskufok og öskuhreinsun af
vegum.
Áætlanir gera ráð fyrir að
frekari lagfæring og uppbygging
vega kosti á annað hundrað millj-
ónir. - bþs
Lagfæringar eftir eldgosið:
145 milljónir í
vegi og varnir
ARNDÍS SOFFÍA
SIGURÐARDÓTTIR