Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 12
12
FRÉTTASKÝRING
Hvað ætlast leiðtogar NATO fyrir?
Rússar hafa sýnt áhuga á þátttöku í
eldflaugavarnarkerfi sem leiðtogar
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins samþykktu á fundi sínum í Lissa-
bon fyrir helgi að sett verði upp í
Evrópu.
Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri NATO, lýsti þessu
yfir að loknum fundi með Rússum
á laugardaginn. Dmitrí Medvedev
Rússlandsforseti tók þó fram að ekk-
ert sé enn ákveðið. „Við tökum þátt á
jafnréttisgrundvelli, annars verðum
við ekki með,“ sagði hann.
Þetta verða að teljast ótvíræð
merki þess að þáttaskil hafi orðið í
samskiptum Rússa og NATO. Fyrir
fáum árum sýndu Rússar því harða
andstöðu og töldu sér gróflega ógnað
þegar Bandaríkin hugðust, einhliða,
koma sér upp slíku kerfi.
„Eldflaugavarnir verða hluti
af almennri varnarstefnu okkar,“
segir í yfirlýsingu leiðtoganna. Sam-
kvæmt yfirlýsingunni verður byggt
á eldflaugavarnakerfinu, sem her-
lið NATO hafa til þessa notað á bar-
dagasvæðum. Hlutverk þess verður
aukið þannig að það verði notað til
að „vernda íbúa, landsvæði og her-
lið“ allra aðildarríkja bandalagsins
í Evrópu. Að auki verður eldflauga-
varnakerfi það, sem Bandaríkja-
menn hyggjast koma á fót í Evrópu,
notað til að styrkja eldflaugavarnir
NATO í Evrópu.
Bandaríkjamenn hafa áratugum
saman haft áhuga á að koma sér upp
vörnum, sem felast í því að óvina-
flugskeyti verði hægt að stöðva áður
en þau lenda á skotmarki sínu. Hug-
myndin er sú að með hjálp ratsjár-
kerfa sé hægt að reikna út stefnu og
staðsetningu aðvífandi flugskeyta
svo hægt verði að senda flugskeyti
á móti þeim og sprengja þau áður en
þau valda tjóni.
Það var Ronald Reagan sem
kynnti þessi áform fyrst til sögunnar
árið 1983. Þau voru harðlega gagn-
rýnd og mikið grín gert að þessum
stjörnustríðsleik kúrekans í Hvíta
húsinu.
Bill Clinton hélt áfram að
þróa þessar hugmyndir og Bush
yngri tók síðan við keflinu. Hann
var fyrir fáum árum kominn á
fremsta hlunn með að setja upp
eldflaugavarnakerfi í Tékklandi
og Póllandi. Bandaríkjastjórn féll
frá þeim áformum eftir að Barack
Obama tók við embætti, en í haust
kynnti Obama nýja útfærslu eld-
flaugavarna í Evrópu, sem gekk
út á það að í staðinn fyrir að setja
upp slíkar varnir í Tékklandi
og Póllandi verða þær hafðar í
bandarískum herskipum á Mið-
jarðarhafi. Þetta væntanlega
varnarkerfi Bandaríkjanna verð-
ur partur af eldflaugavörnum Atl-
antshafsbandalagsins í Evrópu.
Áherslan er lögð á að sameina
aðildarríki NATO og nágranna-
ríki bandalagsins um sameigin-
legar eldflaugavarnir, frekar en
að Bandaríkin standi einhliða að
verki. „Eldflaugavarnir munu
tengja aðildarríkin nánari bönd-
um,“ sagði Anders Fogh á leið-
togafundinum. „Með því að bjóða
Rússum að starfa með okkur tel
ég að við höfum líka raunhæfa
möguleika á að byggja öryggis-
þak yfir allt Evrópu- og Atlants-
hafssvæðið.“
gudsteinn@frettabladid.is
Stjörnustríðsáform
verði að veruleika
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins ákvað í Lissabon um helgina að settar
yrðu upp eldflaugavarnir, og Rússar vilja nú vera með.
23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Eldflaugavarnakerfi NATO í Evrópu
Verndarsvæðið
Aðildarríki Atl-
antshafsbanda-
lagsins ætla
að verja 200
milljörðum
evra næsta
áratuginn
til að koma
sér upp eld-
flaugavarnar-
kerfi í Evrópu.
Ratsjárkerfi í
Bretlandi og
Tyrklandi verða
tengd flugskeyt-
um um borð
í bandarískum
herskipum, sem
áformað er að hafa
á Miðjarðarhafi frá
og með næsta ári, og
flugskeytum sem sett
verða upp í Rúmeníu
árið 2015 og Póllandi árið
2018.
Bretland
Ratsjárstöð í Fyling-
dales-herstöðinni.
Rússland
Tyrkland
Ratsjárstöðvar.
Miðjarðarhafið
Bandarísk herskip með
Aegis-varnarflugskeytum.
Rúmenía
SM-3
varnar-
flugskeyti.
Pólland
Patriot-flugskeyti.