Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 14
23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
NÝSKÖPUN Hugmyndir um að
breyta frystihúsinu á Stöðvar-
firði í sköpunarmiðstöð þar sem
saman koma íslenskir og erlendir
listamenn voru kynntar á borgara-
fundi fyrir skemmstu. Stöðin
hefur sjálfbærni að leiðar ljósi
og gert er ráð fyrir að hún gangi
fyrir eigin rafmagni.
Frá þessu er sagt í héraðs-
blaðinu Austurglugganum.
Það eru Zdenek Patak og Rósa
Valtingojer sem eru frum kvöðlar
verkefnisins.
Lykilorð verkefnisins eru
sköpun og sjálfbærni. Markmiðið
er að ná saman hæfileikaríku
fólki og tækjabúnaði á einn stað
og koma á samstarfi.
Meðal þess sem á að vera í
gamla frystihúsinu er kaffihús,
byggðasafn, listamannaíbúðir,
verkstæði og hljóðver.
- shá
Stöðfirðingar hyggja á starfsemi í ónýttu húsnæði:
Frystihús gert að
miðstöð sköpunar
HEILBRIGÐISMÁL Einstaklingar með
geðraskanir geta skipt lykilmáli
í að greina þarfir og þjónustu við
aðra sem eins er ástatt um.
Ný aðferðafræði í rannsóknum
nýtir sér reynslu fólks með
geðraskanir til að taka viðtöl
og greina viðhorf þeirra. Þessi
nálgun, „Notandi spyr notanda“,
er að norskri fyrirmynd og var
rædd á málþingi í Reykjavík
nýverið.
Norðmaðurinn Dagfinn Björgen
er einn af frumkvöðlum þessarar
aðferðafræði og segir hann í sam-
tali við Fréttablaðið að margt hafi
komið í ljós með þessari aðferð.
„Eitt af því helsta var það
að fólk með geðraskanir getur
gefið góða og rökrétta mynd af
því hvernig þjónusta við það er
framkvæmd og hvernig má bæta
hana,“ segir Björgen.
Elín Ebba Ásmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hlutverkaseturs og
dósent við Háskólann á Akureyri,
hefur verið frumkvöðull í þessari
aðferðafræði hér á Íslandi. Í nýút-
kominni skýrslu hóps sem hún
leiðir, kemur fram að úrtakshóp-
urinn skiptist í tvo meginhópa.
Annar hópurinn hefur sætt sig
við geðröskun sína og hömlur, en
aðrir vilja komast aftur út í sam-
félagið af fullum krafti.
Elín Ebba segir að lykilatriði í
því sé að gera fólki kleift að kom-
ast aftur út á vinnumarkaðinn.
„Þetta er bara ein aðferð til að
koma fólki aftur í hringiðuna og
þetta er öflug aðferð, vegna þess
að um leið og fólk uppgötvar að
það er að gera eitthvert gagn
svínvirkar það í bata.“
Jón Ari Arason vann að fyrstu
rannsókninni af þessari gerð árið
2004 og er kominn aftur að verk-
efninu. Hann segir þessa vinnu
stóran hluta af sínum eigin bata.
„Ég var búinn að átta mig á því
að ég hefði hæfileika en ég var
ekki farinn að þora að nota þá
fyrr en þarna.“
Jón Ari segir að hópurinn sem
vann þá rannsókn hafi gert tví-
þætt gagn, í fyrsta lagi með því
að leggja fram tillögur byggð-
ar á viðtölum við sjúklinga, „svo
komum við líka inn sem fyrir-
myndir þar sem fólk sér okkur,
sem vorum áður í sömu stöðu og
þau, komin töluvert lengra í bata-
ferlinu og sér að þetta er hægt.“
Jón Ari segir að nokkuð hafi
unnist í geðheilbrigðismálum í
kjölfar vinnu þeirra, en betur megi
ef duga skuli. thorgils@frettabladid.is
Þetta er bara ein að-
ferð til að koma fólki
aftur í hringiðuna og þetta er
öflug aðferð, vegna þess að
um leið og fólk uppgötvar að
það er að gera eitthvert gagn
svínvirkar það í bata.
ELÍN EBBA ÁSMUNDSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI HLUTVERKASETURS
OG DÓSENT VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI.
Greina þarfir
annarra með
geðraskanir
Einstaklingar með geðraskanir framkvæma rann-
sóknir á þjónustu og aðstöðu fyrir geðsjúka. At-
vinna er lykilatriði fyrir geðsjúka til að komast aft-
ur inn í samfélagið. Kemur fólki aftur í hringiðuna.
NÝJUNGAR Norskir frumkvöðlar á geðheilbrigðissviði, Dagfinn Björgen, Heidi Wester-
lund og Olav K. Johansen gengu til liðs við Íslendinga á málþingi um geðraskanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.
Vá, hvenær?!
Nú, það er
ekkert annað!
Drögum
24. nó
vembe
r,
vertu
með!
Kl. 16.OO
á miðvikudaginn.
Og það er bara
dregið úr seldum
miðum!
1O manns
fá milljón!
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
20
05
1
0/
10
Íbúfen 400 mg
30 stk. Áður: 566 kr. Nú: 499kr.
*gildir út nóvember 2010.
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing