Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 20

Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 20
 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR20 timamot@frettabladid.is 18 Kirkjugarðurinn við Suðurgötu, Hólavallagarður, var vígður og fyrsta greftrun fór þar fram fyrir 172 árum. Hólavallagarður er stærsti íslenski kirkju- garðurinn frá nítjándu öld og tók við af kirkjugarði Víkurkirkju, sem stóð þar sem nú er torg á gatna- mótum Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þegar búið var að úthluta öllum gröfum í garðinum 1932 tók Fossvogskirkjugarður við sem aðalkirkjugarður borgarinnar. Enn er þó stundum grafið í Hólavalla- garði, í gamla fjölskyldugrafreiti sem hafa verið frá- teknir lengi. Í bókinn Minningarmörk í Hólavallagarði, eftir listfræðinginn Björn Th. Björnsson er Hólavalla- garður sagður stærsta og elsta minjasafn Reykja- víkur. Hann er heimild um list- og táknfræði, per- sónusögu og ættfræði og stefnur í byggingarlist, minningarmörkum, garðyrkju og handverki, en til að mynda eru lágmyndir af látnum á þó nokkrum legsteinum, margar eftir myndhöggvarana Einar Jónsson og Ríkharð Jónsson. Garðurinn var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2005. ÞETTA GERÐIST: 23. NÓVEMBER 1838 Hólavallakirkjugarður vígður MILEY RAY CYRUS söng- og leikkona er 18 ára. „Ég vil ekki vera fullkomin, en samt vera öðrum stúlkum fyrirmynd. Mamma hefur alltaf sagt að ófullkomleiki jafngildi fegurð og sannarlega erum við öll svo ófullkomin.“ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Hafþór Guðjónsson bifreiðarstjóri, Brúnavegi 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 20. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Ólafsdóttir Magnús Magnússon Daníel Ólafsson Guðjón Hafþór Ólafsson Þuríður Edda Skúladóttir Barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ólafsdóttir Norðurbrún 1, lést á Landspítala Fossvogi 11. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Auður Hreinsdóttir Kristinn Ögmundsson Kristján Hreinsson Svanberg Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Emil Sigurðsson vélstjóri, frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, síðast til heimilis að Vesturgötu 7, Reykjavík, lést þann 18. nóvember á Dvalarheimilinu Grund við Hringbraut. Útför hans fer fram fimmtudaginn 25. nóvember kl. 11.00 frá Neskirkju, Reykjavík. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstendanda Alzheimersjúklinga, sími 867 1684, www.alzheimer.is Gunnhildur Emilsdóttir Olga Hörn Fenger Emil Fenger Ásgerður Egilsdóttir Ásdís Lilja Emilsdóttir Kristján Ingi Einarsson Rósa Hrund Kristjánsdóttir Haraldur Bergmann Ingvarsson Hildur Helga Kristjánsdóttir Egill Sigurjónsson Lilja Kristjánsdóttir og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda ástúð, vináttu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, Kristborgar Benediktsdóttur Miðleiti 5, Reykjavík. Megi gæfa og blessun fylgja ykkur öllum. Kristján Oddsson Elínborg Þórarinsdóttir Benedikt Kristjánsson Rósa Kristjánsdóttir Sigríður Kristín Kristjánsdóttir Már Kristjánsson Halla Ásgeirsdóttir Oddur Kristjánsson Hafdís Sigurðardóttir Barna- og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, Edel Einarsson andaðist í Skælskør í Danmörku fimmtudaginn 18. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sankt Nikolais kirke í Skælskør laugardaginn 27. nóvember kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar Atli Ágústsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Hafsteinn Guðmundsson skipstjóri, Reykjanesvegi 10, Njarðvík, lést á heimili sínu þann 21. nóvember síðastliðinn. Ása Lúðvíksdóttir Gísli Hafsteinn Einarsson Kolbrún Sigurðardóttir Guðrún Einarsdóttir Árni Blandon Einarsson Sólveig Einarsdóttir Gunnar Már Eðvarðsson Magnús Einarsson Salvör Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég legg mikla áherslu á gæði kennslu og rannsókna og að stutt sé á milli starfsmanna og nemenda. Því von- ast ég til að taka þátt í kennslu og rannsóknum áfram þó ég taki að mér stjórnina um áramótin,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, nýr forseti laga- deildar Háskólans í Reykjavík. Hann hefur verið við deildina frá 2003, fyrst dósent í tvö ár og prófessor eftir það. Áður en við fjöllum frekar um lögfræð- ina og HR er Guðmundur inntur eftir uppruna og námsferli. „Ég er fæddur 1960. Er Ólafsfirð- ingur og fór í Menntaskólann á Akur- eyri. Kláraði stúdentinn 1981 og var þá allsendis óviss hvert ég vildi stefna og endaði með að fara í íþróttafræðinám til Alabama í sex mánuði. Um tvítugs- aldurinn byrjaði ég að æfa og keppa í frjálsum íþróttum, fór í Íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og kenndi síðan við Árbæjarskóla og þjálfaði frjálsar íþróttir bæði hjá Breiðabliki og UMSK. Það var áhugavert en ég sá mig ekki verða gamlan í því fagi og lögfræðin blundaði í mér.“ Guðmundur hóf laganám við Háskóla Íslands 1986 og lauk námi fyrri hluta árs 1991, gerðist þá fulltrúi sýslumanns á Ísafirði í hálft ár en flutti til Noregs haustið 1991, ásamt eiginkonunni. „Ég fékk rannsóknarstöðu við Norrænu sjó- réttarstofnunina við háskólann í Ósló 1992 og upp úr því byrjaði ég í doktors- námi sem ég lauk við á miðju ári 1996. Þegar ég kom heim fór ég að vinna hjá Tryggingamiðstöðinni, var þar í átta ár og kunni stórvel við mig,“ segir Guðmundur sem fékk hérðasdómslög- mannsréttindi 1997 og hæstaréttarlög- mannsréttindi 2004.“ Áhuginn á íþróttum er enn til staðar hjá Guðmundi. „Ég er gamall keppnis- maður í frjálsum og síðustu árin hef ég sett aðeins undir mig hausinn og byrj- að að hlaupa langhlaup, bæði það sem kallast fjallahlaup og maraþon. Það gengur vel enda er ég ekki týpan sem fer í hlaup bara til að vera með. Mér finnst ég verða að komast eins framar- lega og mér er unnt ef ég tek þátt.“ Þá er það lögfræðin. Hvað finnst Guðmundi um umræðuna upp á síð- kastið um að kennslan í lögfræði á Íslandi sé í hálfgerðum molum? „Umræðan er af hinu góða þó sumt sem sagt hefur verið sé ekki jafn- heppilegt. Sú þróun að fjölga skólum sem kenna lögfræði hefur leitt til þess að laganám í dag er betra en það var. Það þori ég að fullyrða með hönd á hjarta. Laganemar sem útskrifast nú eru betur í stakk búnir til að takast á við þau störf sem bíða þeirra en ég var á sínum tíma. Ég tel heldur ekki ástæðu til að taka einn skóla út úr og hygla honum á kostnað annarra. Skól- inn skiptir vissulega máli en þegar öllu er á botninn hvolft er það nemandinn sem þarf að standast þær kröfur sem gerðar eru, bæði í námi og eftir að hann lýkur því.“ Næg verkefni virðast vera fyrir alla sem útskrifast úr lögfræði að sögn Guðmundar. „Þegar ég ákvað að fara í lögfræði sagði einn samkennari minn í Árbæjarskóla. „Lögfræði, bíddu við. Er pabbi þinn lögmaður?“ „Nei,“ svaraði ég. „Þá hlýtur afi þinn að vera sýslu- maður.“ „Ekki heldur.“ „Hvernig dett- ur þér þá í hug að fara í lögfræði? Þú færð aldrei vinnu.“ Þessu er sem sagt búið að halda fram í áratugi. Það sem hefur breyst er að námið er orðið mun breiðara en það var og þó allir nemend- ur sem útskrifast eigi að sjálfsögðu að ráða við lögmennsku og dómarastörf þá er þeirra þörf svo miklu víðar við lausnir á álitaefnum.“ gun@frettabladid.is GUÐMUNDUR SIGURÐSSON: RÁÐINN FORSETI LAGADEILDAR HR Er keppnismaður í eðli sínu NÝR FORSETI LAGADEILDAR HR Námið er orðið mun breiðara en það var og þótt allir nemendur sem útskrifast eigi að sjálfsögðu að ráða við lögmennsku og dómarastörf er þeirra þörf svo miklu víðar við lausnir á álitaefnum,“ segir Guðmundur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.