Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 24
 23. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Sprautun.is í Kópavogi sérhæfir sig í sprautun á innréttingum og inni- hurðum og býður upp á mikið úrval lita í hálfmöttu eða háglans. Theódór Pálsson, eigandi Sprautunar.is, skipti til skamms tíma vinnustundunum niður á milli sprautunarinnar og flugs fyrir Icejet, en hefur nú snúið sér alfarið að sprautuninni, enda segir hann það hafa færst mikið í vöxt að fólk endurnýi innréttingar í stað þess að kaupa nýjar auk þess sem nýsmíðin blómstri. „Það er engin innrétting svo illa farin að ekki sé hægt að gera hana eins og nýja,“ segir Theódór. „Oftast nægir að láta sprauta framhliðina, innvolsið er alltaf eins.“ Theódór segir það kosta brotabrot af verði nýrrar innréttingar að láta sprauta þá gömlu. „Að sprauta heila eldhúsinnrétt- ingu kostar á bilinu 80-150 þúsund á meðan ný innrétting kostar fleiri hundruð þúsund, fyrir utan kostnaðinn við að láta taka þá gömlu niður og setja nýja upp.“ Sprautun.is sér ekki um að taka innrétt- ingar niður og setja upp, enda segir hann óþarfa að rífa þær niður fyrir sprautun. „Það er nóg að taka hurðirnar og hliðarnar af og koma með til okkar,“ segir hann. „Og í versta falli, ef hurðirnar eru mjög illa farnar, lætur fólk bara saga nýjar eftir máli og kemur með til okkar í sprautun. Það er mjög ódýr aðgerð líka.“ Sprautun.is sprautar ekki bara eldhús- innréttingar, þeir geta sprautað nánast hvað sem er. „Innihurðir sprautum við mikið,“ segir Theódór, „baðherbergisinnréttingar, fataskápshurðir, bara nefndu það við getum gert það eins og nýtt. Fólk vill ýmist hálf- matt lakk eða háglans en þá notum við bíla- lakk, sem er besti háglans sem til er. Og við erum með mörg þúsund litaafbrigði og öll litaspjöldin liggja frammi hjá okkur í Sprautun.is. Fólk er oft ekki alveg búið að ákveða hvað það vill þegar það kemur til okkar, en við erum með sýnishorn og gefum góð ráð sem auðvelda valið.“ Á heimasíðu Sprautunar.is er hægt að velja hlekk sem heitir „Fá tilboð“ og skrifa niður hugmyndir sínar um breytingarnar sem fólk hefur í huga. „Það felst engin skuldbinding í því að fá tilboð,“ segir Theódór. „Stundum sendir fólk okkur myndir eða útlistar hvað það er sem það sækist eftir og við sendum þá til baka til- boð miðað við bæði háglans og hálfmatt. Fólk fær þá uppgefið hvað hugmyndir þess kosta í framkvæmd og getur svo bara átt tilboðið til betri tíma, ef það hentar ekki akkúrat þá. Oft heyrum við ekkert frá fólki aftur fyrr en það mætir á staðinn með inn- réttingarnar og er búið að ákveða hvernig sprautun það vill fá.“ Theódór er menntaður flugmaður og flaug lengi fyrir Icejet, en hætti þar í sumar og sneri sér alfarið að sprautuninni. „Það var nú eiginlega sjálfhætt í fluginu, fyrirtækið lagði upp laupana, en það kom sér mjög vel því við erum að kafna í verk- efnum í sprautuninni, bæði endurnýjun og sprautun á nýsmíði innréttingafyrirtækj- anna sem virðist vera að taka mikinn kipp. Ég er samt ekki alveg hættur að fljúga, en geymi það í bili,“ segir Theódór. - fsb Innréttingar ganga í endurnýjun lífdaga Sama innrétting eftir sprautun með háglanslakki.Gömul innrétting fyrir endurnýjun. Hætti í fluginu til að einbeita sér að sprautuninni. Theódór í aksjón á verkstæði Sprautunar.is FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýtt hús er í byggingu við heitu laugarnar í grennd við Laugafell á Fljótsdalsöræfum. Fljótsdals- hreppur byggir húsið og að sögn Gunnþórunnar Ingólfsdóttur sveitarstjóra tekur það meðal annars við hlutverki eldri húsa á sama stað, sem eru gangna- mannakofar og þjónustuhús fyrir skipulagðar hestaferðir. „Svo teljum við að ferðalög um þetta svæði aukist með tilkomu Vatna- jökulsþjóðgarðs og góðra vega,“ segir hún. Húsið er um 300 fermetrar að stærð sem skiptast í tvær hæðir. Möguleiki verður fyrir fólk að gista þar, bæði í stórum rýmum fyrir hópa og einnig minni her- bergjum. Þar verður einnig borðsalur og eldhús sem til að byrja með miðast við að hópar sjái um mat- reiðsluna sjálfir. Gunnþórunn segir hreppinn ekki ætla að reka húsið til lengri tíma heldur verði fundinn rekstrar aðili sem haldi þar uppi vörslu. - gun Nýtt hús á hálendinu Stórhýsi er í smíðum við Laugafell. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.