Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.11.2010, Blaðsíða 36
28 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Þetta gekk ótrúlega vel og tók enga stund,“ segir Garðar Örn Arnarson, 22 ára nemi við Kvik- myndaskóla Íslands. Garðar og félagi hans, Erling- ur Jack Guðmundsson, fengu það verðuga verkefni að taka upp tón- listarmyndband við lagið „Þang- að til það tekst“, sem hljómsveitin Klassart sendi nýlega frá sér. Garðar og Erlingur eru á ann- arri önn sinni í Kvikmyndaskólan- um og því verður það að teljast vel gert hjá strákunum að hafa tekið upp heilt tónlistarmyndband, þrátt fyrir litla reynslu. „Ég var með hljómsveitinni á Akureyri og þau spurðu hvort ég gæti tekið upp myndband fyrir sig,“ segir Garðar. „Við byrjuðum að taka upp á laugardagsmorgni klukkan sex og vorum búnir rétt eftir hádegi,“ segir Garðar, en tökurnar fóru fram á Paddy‘s í Keflavík. „Við þurftum að redda öllu, nema náttúrlega hljómsveit- inni.“ Erlingur skrifaði handritið að myndbandinu og Garðar sá um framleiðslu, en báðir sáu þeir um leikstjórn. Myndbandið verður frumsýnt í byrjun desember en lagið er þegar farið í spilun og situr í sjötta sæti á vinsældalista Rásar tvö. „Lagið fjallar um ást, sem var smá áskorun fyrir okkur strákana. En þetta gekk upp og kemur ótrú- lega vel út,“ segir Garðar, en þeir notuðu meðal annars 400 spritt- kerti við gerðina á myndbandinu. Garðar segir kennarana í Kvik- myndaskólanum vita af mynd- bandinu en að það komi náminu ekkert við. „Við verðum að sanna okkur upp á nýtt í skólanum, en það er fínt að fá reynsluna,“ segir Garðar. Hljómsveitin Klassart ætti ekki að vera öllum ókunn, en lagið „Gamli grafreiturinn“ fékk mikla spilun á útvarpsrásum landsins í haust. - ka Lítt reyndir nemar tóku upp myndband UPPTÖKUR Í FULLUM GANGI Garðar Örn Arnarson, til vinstri, og Erlingur Jack Guð- mundsson, til hægri, tóku upp myndband fyrir Klassart, þrátt fyrir litla reynslu. MYND/HILMAR BRAGI 520.000 Við verðum að sanna okkur upp á nýtt í skólanum, en það er fínt að fá reynsluna. GARÐAR ÖRN ARNARSON NEMI VIÐ KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 23. nóvember 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Hádegis- tónleikar ungra einsöngvara, Erlu Bjargar Káradóttur og fleiri, í Íslensku óperunni í dag klukkan 12.15. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og geta gestir keypt sér léttar veitingar. 20.00 Hausttónleikar Háskólakórsins verða haldnir í Neskirkju, í kvöld klukk- an 20. Miðaverð er 2.000 krónur, 1.500 krónur fyrir nema, eldri borgara og öryrkja. 21.00 Tónleikar með Dætrasonum á Café Rosenberg, Klapparstíg 25- 27 í kvöld klukkan 21. 1.000 króna aðgangseyrir. ➜ Fræðslufundir 10.30 Fjölskyldumorgunn í Gerðu- bergssafni kl. 10.30 með Flore Nicolas jurtalækni. Rætt verður um hvernig má forðast og lækna kvef barna með ýmsum náttúruvörum og mat. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Málstofa á vegum Viðskipta- fræðideildar og Konfúsíusarstofnunar- innar Norðurljóss verður haldin í dag í Odda, stofu 201, kl. 12-13. Pétur Yang Li flytur fyrirlesturinn China’s Economic Integration with the World. Allir vel- komnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. EINTÖK AF NÝJUSTU PLÖTU TAKE THAT seldust á einni viku í Bretlandi. Platan markar endurkomu Robbie Williams í hljómsveitina. Engin plata hefur selst jafn hratt í Bretlandi í 13 ár, eða síðan Be Here Now með Oasis seldist í 663.000 eintökum á einni viku árið 1997. Fjöldi stórstjarna sótti hinn árlega viðburð CNN Heroes: An All-Star Tribute um helgina. Þar er hetjum hversdags- ins fagnað og góð málefni studd. Stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir viðburðinn og létu ljós sitt skína. Stjörnurnar skinu á rauða dreglinum Á UPPLEIÐ Ungstirnið Annalynne McCord er dugleg að sækja ýmsa við- burði í Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY FAGURBLEIK Renee Zellweger mætti í þessum bleika kjól á rauða dregilinn og stillti sér síðan ankannalega upp fyrir framan myndavélarnar. FLOTTUR SKOTI Skoska sjarmatröllið Gerard Butler mætti í sínu fínasta pússi á hátíðina. folk@frettabladid.is FÖNGULEG Leik- konan Halle Berry leit vel út í þessum hvíta kjól. Hún hefur fundið ástina á ný í örmum mótleikara síns, hins franska Oliviers Martinez.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.