Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 42

Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 42
34 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld en línur eru tals- vert farnar að skýrast eftir fjórar umferðir. Chelsea er komið áfram, sem og FC Bayern og Real Madr- id. Arsenal er á toppi síns riðils en staða liðsins samt viðkvæm. Roma er einnig í viðkvæmri stöðu og mætir FC Bayern í kvöld. Þar þurfa Rómverjar sárlega á góðum úrslitum að halda til þess að tryggja sína stöðu og komast áfram. AC Milan þarf einnig að passa sig en tap hjá liðinu gegn Auxerre í kvöld mun setja allt í háaloft í þeim riðli. Það er Rómverjum í hag að marga lykilmenn vantar hjá Bayern í kvöld. Þeir Mark van Bommel, Holger Badstuber, Arjen Robben, Miroslav Klose, Bastian Schweinsteiger og Ivica Olic eru allir frá og munar um minna. Arsenal varð fyrir áfalli um helgina er það tapaði fyrir Totten- ham eftir að hafa komist 2-0 yfir. Maroune Chamakh, framherji liðs- ins, vonar að úrslitin um helgina þjappi liðinu saman fyrir leikinn gegn Braga í kvöld. „Sigur í þessum leik mun hjálpa okkur að gleyma Tottenham- leiknum,“ sagði Chamakh en Ars- enal vann fyrri leik liðanna 6-0. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt sínum mönnum að vera á tánum í Portúgal. Annars geti farið illa. „Við megum ekki misstíga okkur eins og í Donetsk. Við höfum metn- að til þess að vinna þennan riðil og ætlum okkur að gera það,“ sagði Wenger en Braga jafnar Arsenal að stigum með sigri í kvöld. - hbg Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum: Arsenal má ekki við því að misstíga sig gegn Braga ROMA VERÐUR AÐ VINNA Ítalska liðið Roma þarf sárlega á sigri að halda gegn FC Bayern í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Leikir kvöldsins E-riðill: AS Roma - FC Bayern FC Basel - FCR Cluj Staðan: Bayern 12 stig, Roma 6, Cluj 3, Basel 3. F-riðill: Spartak Moskva - Marseille Chelsea - MSK Zilina Staðan: Chelsea 12 stig, Spartak 6, Marseille 6, Zilina 0. G-riðill: Auxerre - AC Milan Ajax - Real Madrid Staðan: Real 10 stig, AC Milan 5, Ajax 4, Auxerre 3. H-riðill: Braga - Arsenal Partizan Belgrad - Shakhtar Donetsk Staðan: Arsenal 9 stig, Shakhtar 9, Braga 6, Partizan 0. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Það er óhætt að lofa spennandi leikjum í N1 deild karla. Fjölmennum á völlinn og hvetjum okkar menn! BOLTAVEISLA UM ALLT LAND N1 DEILD KARLA Haukar – Valur Ásvellir 24. nóv. kl. 19:30 Akureyri – HK Höllin Akureyri 25. nóv. kl. 19:00 Selfoss – Fram Selfoss 25. nóv. kl. 19:30 Afturelding – FH Varmá 25. nóv. kl. 19:30 FÓTBOLTI FH vill fá rúmlega þriðj- ungshlut af rúmlega 100 milljóna króna greiðslu sem Breiðablik fékk við sölu Gylfa Þórs Sigurðs- sonar frá Reading til Hoffenheim. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gylfi var seldur á rúman millj- arð íslenskra króna til Hoffen- heim. Fimm prósent af þeirri upp- hæð skiptast á milli Reading, FH og Breiðabliks. Enginn ágreingur er um þá greiðslu. Ágreiningurinn snýst aftur á móti um hvernig skipta eigi tíu prósentum af sölunni. Blikar sömdu við Reading á sínum tíma um að félagið fengi tíu prósent af næstu sölu en sú upphæð er 103 milljónir króna. FH hefur óskað eftir að sjá samninginn sem Blik- ar gerðu við Reading en FH óttast að hagsmunum félagsins hafi verið kastað fyrir róða í þeim samningi. FH vill fá 36,2 prósent af upp- hæðinni, eða 37 milljónir króna. Málið er komið inn á borð félaga- skiptanefndar KSÍ og er beðið eftir gögnum frá enska knatt- spyrnusambandinu. - hbg FH og Breiðablik í hár saman: FH vill fá meira fyrir Gylfa GYLFI ÞÓR Var seldur á væna upphæð og rifist er um peningana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ekkert vandamál er á milli þeirra Patrice Evra og Wayne Rooney að sögn þess fyrr- nefnda. Eins og frægt er greindi Rooney óvænt frá því í síðasta mánuði að hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Hann gaf í skyn að hann vildi fara frá félag- inu og var Evra einn þeirra sem gagnrýndu hann opinberlega á þeim tímapunkti. Rooney hætti svo skyndilega við, skrifaði undir nýjan samning og lék um helgina sinn fyrsta leik með United eftir fjarveru vegna meiðsla. „Við ætlum allir að hjálpa honum að komast aftur í sitt besta form og skora fyrir United á ný,“ sagði Evra. „Við Wayne ræðum ekki fortíðina, við hugsum aðeins um framtíðina. Framtíðin er sú að hann verður aftur einn bestu leik- manna heims.“ „Það sem ég sagði var að félag- ið sjálft væri það mikilvægasta, ekki Wayne Wooney eða Patrice Evra. Ég sagði aldrei að leik- mennirnir væru á móti Rooney.“ - esá Patrice Evra: Búinn að fyrir- gefa Rooney FÉLAGAR Á NÝ Evra og Rooney á góðri stund. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.