Fréttablaðið - 20.01.2011, Page 12

Fréttablaðið - 20.01.2011, Page 12
 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Séu farþegar í Leifsstöð með óleyfilega hluti í handfarangri við öryggis- skoðun er gefinn kostur á því að fara til baka í inn- ritun til að senda þá staka með vélinni, gefist tími til. Um 120 manns vinna við öryggis gæslu á Keflavíkur- flugvelli. „Reglurnar hafa breyst alveg ótrú- lega mikið á þeim tuttugu árum sem ég hef unnið á flugvellinum. Þær voru aðeins örlítið brot af því sem þær eru í dag,“ segir Lúðvík Rúnarsson, aðalvarðstjóri flug- verndargæslu á Keflavíkurflug- velli. Um 120 manns vinna nú við öryggisgæslu í Leifsstöð og segir Lúðvík starfsreglur breytast að einhverju leyti á ári hverju. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 voru settar strangar reglur hvað varðar leyfilegt magn vökva í handfarangri. Lúðvík segir það vera það helsta sem farþeg- ar flaski á þegar kemur að hand- farangri í vélunum. „Við leggjum þó aldrei hald á neitt, nema varningurinn sé ólög- legur, og þá er kallað til lögreglu,“ segir Lúðvík. Kveikjarar, naglaklippur, skæri og vasahnífar eru meðal þeirra hluta sem eru bannaðir í hand- farangri og losa farþegar sig gjarnan við þá í glæran kassa sem stendur við öryggishliðið. Inni- haldi kassans er fargað nokkrum sinnum á ári. „Þetta er orðið miklu minna vanda- mál en áður,“ segir Lúðvík. „Fólk er orðið mun meðvitaðra og skiln- ingsríkara eftir því sem það venst þessum hertu reglum.“ Ef farþegar ætla um borð með meira en 100 millilítra af vökva, að undanskildum lyfjum, barna- mat eða matvælum vegna sérstaks mataræðis, bjóða öryggisverðir farþegum að farga vökvanum eða fara með hann til baka í innritun. Það sama gildir um óleyfilega smá- hluti. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, segir að mál hafi komið upp þar sem far- þegar innriti stakan hlut með vél- inni og sé það vel mögulegt. „Algengast er að fólk nýti sér þetta ef hluturinn er ómissandi, og er hann þá settur í poka eða kassa og fluttur stakur um borð í vélina,“ segir Guðjón. sunna@frettabladid.is Hægt að innrita stakan smáhlut sem farangur INNRITUN Í LEIFSSTÖÐ Farþegum er gefinn kostur á því að setja varning sem stöðvaður er við öryggisskoðun í töskur sínar eftir innritun. MYND/RÓBERT Hvað er skilgreint sem leyfilegur vökvi? Handfarangur er farangur sem farþega er heimilt að taka með sér um borð í flugvélar. Frá og með 6. maí 2007 takmarkast leyfileg stærð handtösku við 56x45x25 senti- metra. Athugið að flugrekandinn getur takmarkað þessa stærð enn frekar, þyki ástæða til. Handfarangur Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra af vökva. Magn er ákveðið samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu. Reiknað út frá mögulegu magni sem þarf til þess að blanda fljótandi sprengiefni til þess að búa til sprengju. Hvað er vökvi? Allur vökvi, gel, krem, smyrsl, úðaefni og fleira. Hvort sem er í flöskum, þrýstibrúsum, túpum eða öðrum umbúðum. ■ Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum 1 lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás. Hverjum farþega er heimilt að fara með einn poka um borð. ■ Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva. ■ Athugið að gosflöskur, fernur og dósir eru flestar stærri en 100 millilítrar og eru því ekki leyfðar. Farþegar mega hafa meðferðis aðrar nauð- synjar til persónulegra nota meðan á flugi stendur ef öryggisverðir telja ekki ógn stafa af þeim: ■ Lyf merkt notanda í magni sem dugir á meðan flugferð stendur ■ Barnamatur (brjóstamjólk, krukkumatur og annað) ■ Matvæli vegna sérstaks mataræðis. Chevrolet Spark, 5 dyra - 5 sæta L - beinskiptur Kr. 1.695 þús. LS - beinskiptur Kr. 1.895 þús. Chevrolet á enn betra verði ! Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 www.benni.is Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði. Gæði í 100 ár Ár slaufunnar B íll á m yn d: S pa rk L T m eð á lf el gu m . LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATORS - félag laganema við Háskóla Ísland Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is FJÖLNOTAPAPPÍR25 afsláttur í janúar með 25% afslætti 2.996kr5x500 blöð A4 3.995kr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.