Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 22

Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 22
 20. 2 „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman,“ segir Helga Viðars- dóttir, markaðsstjóri 66°Norð- ur, sem efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrar lína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörg- um frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna. „Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað,“ segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birt- ast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrin- um vel búinn og flottur til fara, í hátísku- fatnaði frá 66°Norður,“ segir Helga, en fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýning- unni þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland, úr raunveru- leikaþættinum Holly´s World og stórir endursöluaðilar. Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veit- ingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning,“ bendir Helga á og segir stefnt að því að endur- taka leikinn að ári. roald@frettabladid.is Útsölustaðir: Apótekið, Árbæjarapótek, Lyfjaval, Lyfjaver, Lyfja, Rima Apótek, Reykjavíkur ap., HNLFÍ, ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 5.000 KR. DAGAR Í FLASH Tískuvikan í Berlín stendur nú sem hæst og að vanda kennir þar ýmissa grasa. Á meðfylgjandi mynd má sjá sýnishorn frá umfangsmikilli undirfatasýningu sem var einn af þeim fjölmörgu spennandi viðburðum sem boðið var upp á í ár. ALLSHERJAR landkynning Fyrirtækið 66°Norður stóð fyrir umfangsmikilli sýningu á haust- og vetrarlínu sinni 2011 í New York á dögunum. Fjöldi blaðamanna mætti og eru jákvæðar umsagnir um fatalínuna farnar að birtast víða. Tíska er siður, venja, breytileg eftir breyti- legum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæða- burði og snyrtingu. Íslenska orðabókin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.