Fréttablaðið - 20.01.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 20.01.2011, Síða 30
 20. JANÚAR 2011 FIMMTUDAGUR TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYÐJUM STRÁKANA OKKAR TIL SIGURS! Hringdu núna í síma 907 1020 og þú styrkir HM liðið okkar um 2.000 kr. Hugmyndaflugi uppfinningamanna virðast engin takmörk sett. Eftir örlítinn rúnt um hið víða internet fundust eftirfarandi græjur sem fá tæknilúða líklega til að hoppa hæð sína í loft upp af kæti. Töfrasproti sem skipt- ir um sjónvarpsstöð ScentScape er ný græja frá fyrirtækinu Scent Sciences. Hana er hægt að tengja við leikjatölvur og gefur hún frá sér lykt sem tengist því sem gerist í leiknum. Ef leikurinn berst inn í skóg gefur tækið frá sér ilm af greni, en sjávarlykt ef tölvu- leikurinn gerist í sjó. Frá þessu er greint á vefsíðu Daily Mail. Á vefsíðunni www.boysstuff er að finna ýmis furðutæki. Til dæmis er þar hægt að festa kaup á SAS-njósnara- penna. Í pennanum er örsmá mynda- tökuvél. Hverjum slík vél kæmi að notum, fyrir utan njósnara hennar hátignar, er ekki gott að segja, en skemmtilegur er hann. Penninn getur tekið upp allt að 15 klukkustundir af efni. Inni í pennanum er USB-tengi og því auðvelt að hlaða efni inn á tölvu. Á sömu vefsíðu má kaupa nýstár- legan kodda með innbyggðum há- tölurum og tengi fyrir iPod, MP3, geislaspilara og fleira. Með þessari nýju lausn losna menn við hin óþægilegu heyrnatól sem oft geta verið þreytandi en fá í stað þess mjúka höfuðhvílu með uppáhalds- tónlistinni sinni. Ekki þarf rafhlöður í púðann en hátalararnir virka í raun eins og heyrnartól. Þó að Transformer-myndin sé nokkurra ára gömul má minnast á græjur sem komu fram á svipuðum tíma. Þær kallast The Real Gear Trans- formers series en þar er að finna farsíma, mynda- vélar, leikjatölvur og minnislykla sem geta breyst í vélmenni á borð við þau sem sjást í myndinni Transformers. Þessar græjur fund- ust á vefsíðunni technabob.com. Vefsíðan coolquirks.com er bráðskemmtileg en þar er bent á ýmsar græjur. Til dæmis „Air Hogs Hawk Eye“ sem er fjarstýrð þyrla með innbyggðri myndavél. Einnig er á síðunni bent á „The Magic Wand Remote Control“ sem er töfrasproti með tæknibrellu. Hægt er að kenna sprotanum allt að þrettán skipanir og þannig hægt að hækka og lækka hljóðið í sjónvarpinu, skipta um stöð og slökkva. Eigandi sprotans verður mikilvægasti maður heimilisins og líklega sá svalasti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.