Fréttablaðið - 20.01.2011, Page 33
5
KÓPAVOGUR
Menning og listir
Verðlaun í ljóðasamkeppninni
Ljóðstafur Jóns úr Vör verða
veitt í tíunda sinn föstudaginn
21. janúar, kl. 20.00 í Salnum,
Tónlistarhúsi Kópavogs.
Að þessu sinni bárust um 350 ljóð í keppnina
og fær sigurvegarinn peningaverðlaun
og verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr Vör, til
varðveislu í eitt ár.
Dómnefnd skipa Sigurður Pálsson rithöfundur,
Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur
og Gerður Kristný rithöfundur, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar.
Jóns úr Vör
PI
PA
R\
PI
PA
R\R\R\RR
TB
W
A
A
BW
A
TB
W
A
TB
W
A
TBB
••
SÍ
A
S
ÍA
A
•••••
10
2
79
1
0
2
79
2
88
Dagskrá:
• Ávarp formanns lista- og menninga
rráðs.
• Sýnd verður stutt heimildarmynd um
Jón úr Vör.
• Afhending Ljóðstafsins fyrir árið 201
1.
• Ljóðalestur handhafa Ljóðstafsins 2
002–2011.
• Léttar veitingar að dagskrá lokinni.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanle
ga velkomnir.
Lista- og menningarráð Kópavogs
„Þetta verður sannkölluð söngva-
veisla, úrval laga eftir bæði erlend
og innlend tónskáld; sumt hefur
aldrei verið flutt áður hérlendis og
annað er alveg nýtt. Ég hef sjálf-
sagt sungið jafn mikið af nýju efni
á svona einsöngstónleikum,“ segir
Kristin Sigmundsson óperusöngv-
ari sem heldur tvenna tónleika
ásamt Jónasi Ingimundarssyni
píanó leikara í Salnum í Kópavogi
um helgina.
Á tónleikunum verða frumflutt
lög eftir Jónas, auk þess sem útgáfu
bókar með lögum hans verður fagn-
að. „Þetta eru tíu lög, flest í frum-
flutningi, falleg og lítil við texta
hinna og þessara skálda, sem Jónas
hefur verið að semja í gegnum tíð-
ina,“ segir Kristinn og fer fögrum
orðum um tónskáldið. „Jónas er
klár, skemmtilegur og
þægilegur í samvinnu
enda höfum við unnið
saman á flestum ljóða-
tónleikum sem ég hef
sungið á síðustu ár. Við
erum eiginlega orðn-
ir hálfgerðir síamství-
burar.“
Fleira er á efnis-
skránni, þar á meðal
lög eftir John Spade við
ljóð Þorsteins frá Hamri,
ein konsertaría og tvær
óperuaríur eftir Mozart,
úr Don Giovanni og Brúð-
kaupi Fígarós, og
lög eftir Beet-
hoven við ítalska
texta, sem er að
sögn Kristins
nokkuð óvenjulegt útspil af hálfu
tónskáldsins, sem samdi yfirleitt á
móðurmáli sínu, þýsku.
Kristinn getur þess að þeir félag-
ar hafi svo til eingöngu komið fram
hérlendis í Salnum síðan hann var
vígður fyrir tólf árum. Honum
finnst alltaf jafn gaman að syngja
á Íslandi og segir töluverðan mun
á því og að koma fram erlendis.
„Óperuhúsin úti í Bandaríkjunum og
Evrópu, þar sem ég hef mestmegnis
unnið síðustu fimmtán ár, taka allt
að fimm þúsund manns í sæti og eru
mun stærri en þau íslensku, þannig
að hér er alltaf heimilislegt og mjög
þægilegt að syngja, svona næst-
um eins og fyrir vini sína heima í
stofu.“
Lítið fer fyrir hins vegar fyrir
heimilislegu andrúmslofti í næsta
stórverkefni sem Kristinn tekur sér
fyrir hendur úti í heimi, en það er
hlutverk í óperunni Tristan og Ísold
eftir Wagner við óperuna í Berlín í
mars. „Þetta er stór sýning, fimm
klukkustundir í flutningi og heil-
mikil örlagasaga þessara ungu elsk-
enda, en ég fer með hlutverk kon-
ungsins sem Tristan, trúnaðarvinur
og hægri hönd hans, stingur undan,“
útskýrir Kristinn og segir hlutverk-
ið eins og klæðskera sniðið fyrir
sig. „Reyndar gildir um Wagner að
yfirleitt er eins og hann hafi samið
bassahlutverkin sérstaklega með
mig í huga. Ég þarf ekki að hafa
mikið fyrir þessu, bara syng. Hann
var ekki eins góður við tenórana.“
Fyrst eru það tónleikarnir í Saln-
um í Kópavogi, en þeir fyrri verða
að sögn Kristins á laugardag klukk-
an 20 og hinir á sunnudag klukkan
17. Allar nánari upplýsingar um tón-
leikana má finna á vefsíðunni sal-
urinn.is.
roald@frettabladid.is
Frumflytur nýjar og gamlar söngperlur
Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson segist aldrei á einsöngstónleikum hafa flutt jafnmikið af nýju efni og á væntanlegum tónleikum sínum í Salnum í Kópavogi um næstkom-
andi helgi. Þar kemur hann fram ásamt píanóleikaranum góðkunna Jónasi Ingimundarsyni sem á nokkur lög, auk tónskáldanna Mozarts, Beethovens, Johns Spade og fleiri.
„Við erum eiginilega orðnir hálfgerðir síamstvíburar,“ segir Kristinn Sigmundsson um samstarf þeirra Jónasar
Ingimundarsonar. Þeir félagar halda tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður hefur umsjón með listaverkefni í Mol-
anum, ungmennahúsi Kópavogs, sem miðar að því að kenna ungmennum þar
í bæ að búa til tónlist, taka upp myndbönd og hljóð og hanna leikmynd og
búninga og fleira. Nánari upplýsingar í síma 570-1646.