Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 33
5 KÓPAVOGUR Menning og listir Verðlaun í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör verða veitt í tíunda sinn föstudaginn 21. janúar, kl. 20.00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Að þessu sinni bárust um 350 ljóð í keppnina og fær sigurvegarinn peningaverðlaun og verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr Vör, til varðveislu í eitt ár. Dómnefnd skipa Sigurður Pálsson rithöfundur, Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Gerður Kristný rithöfundur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Jóns úr Vör PI PA R\ PI PA R\R\R\RR TB W A A BW A TB W A TB W A TBB •• SÍ A S ÍA A ••••• 10 2 79 1 0 2 79 2 88 Dagskrá: • Ávarp formanns lista- og menninga rráðs. • Sýnd verður stutt heimildarmynd um Jón úr Vör. • Afhending Ljóðstafsins fyrir árið 201 1. • Ljóðalestur handhafa Ljóðstafsins 2 002–2011. • Léttar veitingar að dagskrá lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanle ga velkomnir. Lista- og menningarráð Kópavogs „Þetta verður sannkölluð söngva- veisla, úrval laga eftir bæði erlend og innlend tónskáld; sumt hefur aldrei verið flutt áður hérlendis og annað er alveg nýtt. Ég hef sjálf- sagt sungið jafn mikið af nýju efni á svona einsöngstónleikum,“ segir Kristin Sigmundsson óperusöngv- ari sem heldur tvenna tónleika ásamt Jónasi Ingimundarssyni píanó leikara í Salnum í Kópavogi um helgina. Á tónleikunum verða frumflutt lög eftir Jónas, auk þess sem útgáfu bókar með lögum hans verður fagn- að. „Þetta eru tíu lög, flest í frum- flutningi, falleg og lítil við texta hinna og þessara skálda, sem Jónas hefur verið að semja í gegnum tíð- ina,“ segir Kristinn og fer fögrum orðum um tónskáldið. „Jónas er klár, skemmtilegur og þægilegur í samvinnu enda höfum við unnið saman á flestum ljóða- tónleikum sem ég hef sungið á síðustu ár. Við erum eiginlega orðn- ir hálfgerðir síamství- burar.“ Fleira er á efnis- skránni, þar á meðal lög eftir John Spade við ljóð Þorsteins frá Hamri, ein konsertaría og tvær óperuaríur eftir Mozart, úr Don Giovanni og Brúð- kaupi Fígarós, og lög eftir Beet- hoven við ítalska texta, sem er að sögn Kristins nokkuð óvenjulegt útspil af hálfu tónskáldsins, sem samdi yfirleitt á móðurmáli sínu, þýsku. Kristinn getur þess að þeir félag- ar hafi svo til eingöngu komið fram hérlendis í Salnum síðan hann var vígður fyrir tólf árum. Honum finnst alltaf jafn gaman að syngja á Íslandi og segir töluverðan mun á því og að koma fram erlendis. „Óperuhúsin úti í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem ég hef mestmegnis unnið síðustu fimmtán ár, taka allt að fimm þúsund manns í sæti og eru mun stærri en þau íslensku, þannig að hér er alltaf heimilislegt og mjög þægilegt að syngja, svona næst- um eins og fyrir vini sína heima í stofu.“ Lítið fer fyrir hins vegar fyrir heimilislegu andrúmslofti í næsta stórverkefni sem Kristinn tekur sér fyrir hendur úti í heimi, en það er hlutverk í óperunni Tristan og Ísold eftir Wagner við óperuna í Berlín í mars. „Þetta er stór sýning, fimm klukkustundir í flutningi og heil- mikil örlagasaga þessara ungu elsk- enda, en ég fer með hlutverk kon- ungsins sem Tristan, trúnaðarvinur og hægri hönd hans, stingur undan,“ útskýrir Kristinn og segir hlutverk- ið eins og klæðskera sniðið fyrir sig. „Reyndar gildir um Wagner að yfirleitt er eins og hann hafi samið bassahlutverkin sérstaklega með mig í huga. Ég þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, bara syng. Hann var ekki eins góður við tenórana.“ Fyrst eru það tónleikarnir í Saln- um í Kópavogi, en þeir fyrri verða að sögn Kristins á laugardag klukk- an 20 og hinir á sunnudag klukkan 17. Allar nánari upplýsingar um tón- leikana má finna á vefsíðunni sal- urinn.is. roald@frettabladid.is Frumflytur nýjar og gamlar söngperlur Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson segist aldrei á einsöngstónleikum hafa flutt jafnmikið af nýju efni og á væntanlegum tónleikum sínum í Salnum í Kópavogi um næstkom- andi helgi. Þar kemur hann fram ásamt píanóleikaranum góðkunna Jónasi Ingimundarsyni sem á nokkur lög, auk tónskáldanna Mozarts, Beethovens, Johns Spade og fleiri. „Við erum eiginilega orðnir hálfgerðir síamstvíburar,“ segir Kristinn Sigmundsson um samstarf þeirra Jónasar Ingimundarsonar. Þeir félagar halda tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður hefur umsjón með listaverkefni í Mol- anum, ungmennahúsi Kópavogs, sem miðar að því að kenna ungmennum þar í bæ að búa til tónlist, taka upp myndbönd og hljóð og hanna leikmynd og búninga og fleira. Nánari upplýsingar í síma 570-1646.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.