Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 48

Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 48
 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR32 sport@frettabladid.is ALEXANDER PETERSSON fór í gær í myndatöku vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í Austurríkisleiknum en niðurstaðan úr henni kemur ekki í ljós fyrr í dag. Óheppnin heldur áfram að elta örvhentu skytturnar í íslenska landsliðinu því Ólafur Stefánsson meiddist líka á hné í opnunarleiknum en meiðslin reyndust lítilvæg og Alexander sjálfur var nokkuð bjartsýnn í gær á að geta klárað keppnina. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 HANDBOLTI Íslenska landsliðið hefur fengið 53 mörk frá hægri vængnum í fjórum fyrstu leikj- unum á HM í Svíþjóð en 18 þeirra hafa komið úr óvæntri átt. Þórir Ólafsson hefur heldur betur stimplað sig inn í hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar fyrstu fimm daga heimsmeistarakeppninnar því hann hefur öðrum fremur séð til þess að íslenska liðið hefur ekki fundið eins mikið fyrir því að missa landsliðsfyrirliðann Ólaf Stefánsson í meiðsli. Þórir hefur nýtt 90 prósent skota sinna á mótinu (18 mörk í 20 skotum) og hefur skorað 4,5 mörk að meðal- tali í leik. Fór til Þýskalands árið 2005 Þórir kemur frá Selfossi en lék þrjú tímabil með Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku til Þýskalands árið 2005. Þórir hefur spilað öll árin sín í atvinnu- mennskunni með TuS N-Lübbecke og sýndi liðinu tryggð þegar það féll úr úrvalsdeildinni. Þórir hjálpaði liðinu síðan upp í deildina aftur og hefur verið fyrirliði liðsins síðustu tvö tímabil. Þórir er að eiga sitt besta tímabil í þýsku deildinni í vetur en hann hefur skorað 4,9 mörk að meðaltali í leik en hann skoraði 3,9 mörk að meðaltali í fyrravetur. Þegar kemur að landsliðinu þá eru margar ástæður fyrir því að Þórir hefur „aðeins“ náð að spila 57 landsleiki á tíu árum og að hann sé bara á sínu öðru stór- móti. Ísland hefur tekið þátt í ell- efu stórmótum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum. Þorbjörn Jensson valdi Þóri í æfingahóp sinn fyrir HM í Frakk- landi 2001. Þórir fékk að spila sinn fyrsta leik í lokaleik Íslands fyrir keppnina sem var á móti Banda- ríkjamönnum á Selfossi. Þórir átti frábæra innkomu í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk við gríðar- legan fögnuð áhorfenda. Hann var þó ekki valinn í HM-hópinn og átti ekki eftir að spila aftur fyrir lands liðið í 40 mánuði eða þang- að til Guðmundur Guðmundsson valdi hann í hópinn fyrir æfinga- mót í Belgíu í maí 2004. Fyrsta stórmótið var EM í Sviss Viggó Sigurðsson valdi hann í hópinn fyrir heimsbikarinn 2004 þar sem hann skoraði 7 mörk í 4 leikjum en Þórir komst ekki í HM-hópinn í Túnis 2005. Þórir var hins vegar með í fyrsta leik eftir HM og fékk síðan sitt fyrsta tækifæri á stórmóti á EM í Sviss 2006. Hann fékk samt ekki mikið að spreyta sig hjá Viggó í Sviss. Þórir datt síðan aftur út mynd- inni þegar Alfreð Gíslason tók við landsliðinu og hann var ekki val- inn í landsliðið fyrr en Guðmund- ur Guðmundsson kallaði á hann fyrir undankeppni EM 2010. Hér spiluðu líka meiðsli inn í enn hann var mikið meiddur tímabilið 2007 til 2008, lenti í því fyrst að við- beinsbrotna og meiddist síðan aftur á öxl undir lok tímabilsins. Þórir kom hins vegar sterk- ur inn í undankeppni EM 2010. Ólafur Stefánsson hafði tekið sér frí frá landsliðinu og Þórir fékk því strax mikilvægt hlutverk. Hann skoraði 25 mörk í 8 leikjum í undankeppninni og var einn af markahæstu leikmönnum íslenska liðsins. Þórir var því að sjálfsögðu valinn í hópinn fyrir EM í Austur ríki og virt- ist öruggur með sitt sæti þegar áfallið dundi yfir nokkrum dögum fyrir mót. Þórir hafði þá verið á batavegi eftir meiðsli á vinstri kálfavöðva en meiðslin tóku sig upp á ný á æfingu með landsliðinu og svo fór að hann gat ekki verið með. Þórir spilaði fyrstu landsleikina eftir EM og var með á móti Lett- landi í undankeppni EM í október. Hann meiddist hins vegar í þeim leik og gat ekki verið með á móti Austurríki nokkrum dögum síðar. Þórir var síðan ekki með í heims- bikarnum og fékk ekki mikið að spreyta sig í leikjunum á móti Þýskalandi eða í fyrsta leiknum á HM á móti Ungverjum. Það leit því ekki út fyrir það að hann fengi stórt hlutverk í Svíþjóð. Þegar Ólafur Stefánsson meidd- ist opnuðust hins vegar dyrnar fyrir Þóri og hann nýtti tæki- færið frábærlega. Þórir skoraði 5 mörk úr 6 skotum á móti Brasilíu, 7 mörk úr 7 skotum á móti Japan og loks 5 mörk úr 6 skotum á móti Austurríki, allt í seinni hálfleikn- um. Frábær skottækni nýtist einn- ig í vítunum sem hann hefur nýtt hundrað prósent í keppninni. Eftir öll vonbrigðin og meiðsla- vandræðin þá er með sanni hægt að segja að fáir hafa átt það jafn- mikið inni að blómstra og einmitt Þórir Ólafsson sem vonandi held- ur áfram að nýta færin sín jafn vel það sem eftir lifir af HM í Sví- þjóð. ooj@frettabladid.is Þórir hefur slegið í gegn Þórir Ólafsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir áratug en er nú að fá sitt fyrsta alvöru tækifæri á stórmóti á HM í handbolta. Þessi 31 árs Selfyssingur hefur verið óheppinn með meiðsli á ferlinum en nýtir nú færin og tækifærið vel. 18 MÖRK ÚR 20 SKOTUM Þórir Ólafsson er með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. Hér skorar hann eitt marka sinn á móti Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þórir Ólafsson 31 árs hægri hornamaður Fæddur: 28.11.1979 Hæð/Þyngd: 189 cm / 84 kg Félag: TuS Nettelstedt-Lübbecke Landsleikir/mörk: 57/130 Hver valdi hann fyrst: Þorbjörn Jens- son, 2001 Stórmót númer: Annað (fyrsta HM) Fyrsta stórmót: EM í Sviss 2006 Leikir/mörk á stórmótum: 9/19 ÓLÝSANLEG LÝSING Á STÖÐ 2 SPORT 4 ICELANDAIR STYÐUR LANDSLIÐIN ÍSLAND – NOREGUR Í DAG KL. 18:10 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 32 51 0 1/ 11 UPPLIFÐU LEIKINN Á NÝJAN HÁTT ÞEGAR AUDDI STJÓRNAR BEINNI LÝSINGU Á IBS.IS OG STÖÐ 2 SPORT 4. GESTUR: LOGI GEIRSSON VERTU VINUR ÍBS Á FACEBOOK FÓTBOLTI Íslands og bikarmeist- arar Vals halda áfram að missa leikmenn því landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir hefur gert samning við sænska úrvals- deildar liðið Djurgården. Áður höfðu leikmaður ársins, Dóra María Lárusdóttir, og mark- vörðurinn María B. Ágústsdóttir yfirgefið Val. Katrín hefur leikið með Valsliðinu frá 2006 en var í sjö ár í Noregi þar sem hún spil- aði með Kolbotn og Grimstad. Katrín, sem er 33 ára gömul, mun líka halda áfram með íslenska landsliðinu en hún hefur spilað 102 landsleiki fyrir íslenska kvennalandsliðið. - óój Katrín Jónsdóttir fer frá Val: Búin að semja við Djurgården HM í handbolta: A-RIÐILL Barein-Túnis 21-28 Þýskaland-Frakkland 23-30 Spánn-Egyptaland 31-18 STAÐAN Frakkland 4 4 0 0 131-78 8 Spánn 4 4 0 0 111-82 8 Þýskaland 4 2 0 2 115-99 4 Túnis 4 1 0 3 88-101 2 Egyptaland 4 1 0 3 89-112 2 Barein 4 0 0 4 78-140 0 C-RIÐILL Serbía-Króatía 24-24 Danmörk-Alsír 26-19 Ástralía-Rúmenía 14-29 STAÐAN Danmörk 4 4 0 0 147-88 8 Króatía 4 3 1 0 119-75 7 Serbía 4 2 1 1 111-101 5 Rúmenía 4 1 0 3 94-95 2 Alsír 4 1 0 3 73-91 2 Ástralía 4 0 0 4 59-153 0 Frekari umfjöllun um leiki dagsins og mögu- leika liðanna má finna á Vísir.is Eimskipsbikar kvenna HK-Stjarnan 30-29 Elísa Ósk Viðarsdóttir 9, Brynja Magnúsdóttir 9 - Hanna Guðrúnn Stefánsdóttir 9, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6. Valur2-Fram 12-46 Valur, Fylkir, HK og Fram verða í pottinum þegar dregið verið í undanúrslitin. ÚRSLITN Í GÆR FÓTBOLTI Arsenal tryggði sér leik á móti Huddersfield Town í 4. umferð enska bikarsins með 3- 1 sigri á Leeds á Elland Road í gær. Þetta var endurtekinn leikur eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Emirates fyrir ellefu dögum. Samir Nasri og Bacary Sagna komu Arsenal í 2-0 eftir 35 mín- útur en það tók Leeds aðeins tvær mínútur að minnka muninn þegar Bradley Johnson skoraði með glæsilegu langskoti. Robin van Persie innsiglaði sigur Arsenal á 76. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Danan- um Nicklas Bendtner. - óój Enski bikarinn í gærkvöldi: Arsenal sló Leeds-liðið út BACARY SAGNA Skoraði frábært mark fyrir Arsenal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.